Týndi sauðurinn

Matteus 18:12-14

Maður nokkur átti hundrað kindur.

Kvöld nokkurt komst hann að því að ein þeirra skilaði sér ekki í fjárhópinn. Þó þreyttur og lúinn sé yfirgefur hann þær níutíu og níu í fjallinu og fer til að leita þeirrar sem týnd er. Hann leitar alls staðar. Í runnum og kjarri, í klettum og við vötn. Hann leitar allt þar til hann heyrir einmanalegt jarm kindarinnar og finnur hana. Hann gleðst innilega og leggur hana á herðar sér og fer heim með hana til hinna kindanna.

Þegar heim er komið býður hann nágrönnum sínum og vinum til veislu. Saman fagna þeir því að kindin sem týndist er fundin og aftur komin í fjárhópinn.

Eins fagnar Guð meira yfir einum manni sem hefur villst af leið og snýr aftur heldur en yfir níutíu og níu mönnum sem segjast geta séð um sig sjálfir.

To Top