Kærleikur er það sama og að elska aðra –
eða láta sér þykja vænt um aðra.
Hvernig sýnum við öðru fólki kærleika?
Við sýnum öðru fólki kærleika með því að vera heiðarleg við það.
Sýna því virðingu.
Vera réttlát við það og leyfa því að njóta jafnréttis og gefa því frelsi til að njóta lífsins.
Við sýnum sjálfum okkur kærleika með því að vera heiðarleg gagnvart sjálfum okkur, sýna sjálfum okkur virðingu, vera réttlát gagnvart sjálfum okkur, leyfa okkur að njóta jafnréttis og gefa okkur frelsi til að njóta lífsins.
Góði Guð, þakka þér fyrir kærleika þinn. Hjálpaðu okkur að sýna öllum kærleika. Amen