Aðventan markar upphaf kirkjuársins en það skiptist í ólík tímabil.

Stórhátíðir kirkjuársins eru þrjár; Jólin (fæðingarhátíð Krists), Páskar (Upprisuhátíð) og Hvítasunna (Hátíð Heilags anda).

Á undan hverri hátíð er svokallaður undirbúningstími og eftir hverja hátíð er tími eftirfylgdar. Hvert tímabil hefur sinn einkennislit og hefur aðventa og fasta fjólubláan lit en Jólin og Páskar hvítan lit. Hvítasunna á sér rauðan lit, eftirfylgdin eftir hverja hátíð er græn en föstudagurinn langi á svartan lit því hann er litur sorgar.

Oft er hægt að sjá hvaða tímabil er því messuklæði prestsins og jafnvel altarið er skreytt sérstökum litum eftir því hvar við erum í kirkjuárinu. En það besta við kirkjuna okkar er að allir litir regnbogans rúmast innan hennar og við fögnum hverju tímabili með söng og sögum úr Biblíunni okkar!

Við hvetjum ykkur til að koma sem oftast í kirkjuna ykkar á kirkjuárinu og njóta gefandi og uppbyggilegs samfélags í Jesú Kristi.

To Top