Jóhannes 20:24-29
Eftir að lærisveinarnir höfðu fengið fréttirnar af því að Jesús væri upprisinn sátu þeir og töluðu saman um allt það sem borið hafði við upp á síðkastið. Nokkrir þeirra fullyrtu að þeir hefðu séð Jesú. Hið sama sögðu nokkrar konur í þeirra hópi. Lærisveinarnir höfðu læst dyrunum að sér af ótta við að þeir yrðu líka líflátnir.
Skyndilega stóð Jesús mitt á meðal þeirra og sagði:,,Friður sé með ykkur!” Lærisveinarnir urðu hræddir.
Þá sagði Jesús:,,Hver svegna eruð þið hræddir? Snertið mig og skoðið hendur mínar og fætur. Þetta er ég!”
Lærisveinarnir gengu varlega að honum og snertu hann. Þeir voru í senn undrandi og glaðir. Jesús dvaldi hjá þeim. Hann talaði við þá og borðaði með þeim.
Tómas var einn lærisveinanna og hann hafði ekki verið með þeim þegar Jesús birtist.
Hinir lærisveinarnir sögðu við hann: ,,Við höfum séð Drottin!”
En Tómas hristi bara höfuðið og sagði: ,,Ég trúi þessu ekki nema ég sjái hann sjálfur og finni naglaförin í lófum hans.”
Viku síðar voru lærisveinarnir aftur saman komnir og var Tómas með þeim.
Þá kom Jesús til þeirra og stóð mitt á meðal þeirra og sagði: ,,Friður sé með ykkur!”
Hann sagði við Tómas:,,Komdu með hönd þína og þreifaðu á lófum mínum. Þú skalt ekki efast heldur trúa.”
Þá sagði Tómas:,,Drottinn minn og Guð minn!”
Jesús sagði við hann: ,,Þú trúðir af því að þú sást mig. Sælir eru þeir sem ekki hafa séð mig en trúa þó.”