Upphafslag sunnudagaskólans í vetur heitir “Í sjöunda himni” en í sjöunda himni þýðir að vera mjög glöð. Við erum í sjöunda himni í sunnudagaskólanum því við erum svo glöð yfir því að hittast, syngja og leika saman!
Hér koma sunnudagaskólalögin ykkar og nú getið þið hlustað á þau hér, sungið með eða dansað og gert hreyfingarnar við þau.
Hér er hægt að hlusta á barnasálma og söngva sem gjarnan eru sungnir í sunnudagaskólanum.
Birt með góðfúslegu leyfi Skálholtsútgáfu
23. Að fylgjast með börnum
1 Að fylgjast með börnum er foreldrum tamt, er Jesús var tólf ára týndist hann samt. Að Jósef og Maríu söknuður svarf, þau sögðu: Við borgarhliðið hann hvarf! Og skelkuð María skimar. Af skelfingu Jósef svimar.
2 En vandinn er mikill og villugjörn borg, sem völundarhús eru stræti og torg. Sko, hér hleypur Jósef með hjartslátt og sting, og hér leitar María, gáir í kring, þau leita sundur og saman því svona er ekkert gaman.
3 Í musteri Guðs þau um síðir hann sjá, af fögnuði hjörtun nær hættu að slá, í hjarta sem Maríu sárlega sveið hún sannarlegt móðurstolt finnur um leið: Við rabbína er hann að ræða um röksemdir guðlegra fræða.
4 Þau spurðu hví hefði hann farið þeim frá. „En föður míns hús er það“, svarar hann þá, „og Guðs son skal koma í Guðs eigið hús“. Þá glöddust þau bæði og kysstu hann fús, og án þess í móinn að malda þau heimleiðis síðan halda.
5 Og Jósef var þreyttur en sælt var hans sinn og sólskinið þerrði brátt Maríu kinn, og gleðin er mikil og gott er nú það að heimleiðis saman þau halda af stað. Þótt Guðs vilja rétt sé að gera er gott aftur saman að vera.
Texti: Johannes Møllehave – Böðvar Guðmundsson Lag: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
24. Amen
1 Amen (5x) :,:Innst í mínu hjarta skal ljósið lýsa bjart.:,: :,:lýsa bjart.:,:
2 Yfir allan heiminn . . .
3 Yfir alla kirkjuna . . .
4 Yfir allt Ísland . . .
5 Yfir alla (Reykjavík, Ísafjörð, sveitina, skóla, heimili, fjölskyldu o.s.frv.)
Texti: Höfundur ókunnur Lag: afrískt-amerískt
25. Andinn er mér sendur
– 1 – Andinn er mér sendur, atlot hans ég finn. Hann er Guð, sem hefur hjá mér bústað sinn.
– 2 – Andinn er að verki ei þótt sjáist hann. Ef ég finn til ótta Andinn huggar mann.
Texti: Svavar A. Jónsson Lag: Erhard Wikfeldt 1958
26. Á bjargi
– 1 – :,: Á bjargi byggði hygginn maður hús, :,: og þá kom steypiregn. :,: Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, :,: og húsið á bjargi stóð fast.
– 2 – :,: Á sandi byggði heimskur maður hús, :,: og þá kom steypiregn. :,: Og þá kom steypiregn og vatnið óx og óx, :,: og húsið á sandi, það féll.
Texti: Matt. 7.24-27 Lag: Höfundur ókunnur
27. Á leiðinni til Jeríkó
– 1 – Á leiðinni til Jeríkó, er heldur fátt um frið og ró. Við veginn eru gjár og gil og glæpamenn þar halda til.
– 2 – Einn ferðamaður fór þar hjá og ræningjar hann réðust á. Þeir rotuðu hann, þeir lömdu hann, þeir rændu hann og krömdu hann.
– 3 – Og meðvitundarlaus hann lá og blóð hans streymdi stíginn á, og út í sandinn allt það rann. Er einhver þar sem hjálpa kann?
– 4 – Þar fram hjá prest í flýti bar, um fé og líf hann hræddur var. Hann nam ei staðar stígnum á, hann stökk í burt og lést ei sjá.
– 5 – Og djákninn kom, ei heldur hann til hjálpar kom við aumingjann, á himinhvolfin horfði hann blá og heldur ekkert þóttist sjá.
– 6 – En Samaríu seinna frá einn sómamaður reið þar hjá með ró hann stöðvar reiðskjótann, úr roti vekur særðan mann.
– 7 – Hann býður hjálp í beiskri raun og bindur nú um sár og kaun, og glóðaraugað gerir við og gefur mat og drykk og frið.
– 8 – Og eftir það hann tekur tak og togar varlega á bak hinn svikna, hrakta og særða mann og setur upp á reiðskjótann.
Texti: Johannes Møllehave – Böðvar Guðmundsson Lag: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
28. Áfram, Kristsmenn, krossmenn
– 1 – Áfram, Kristsmenn, krossmenn, kóngsmenn erum vér. Fram í stríðið stefnið, sterki æskuher. Kristur er hinn krýndi kóngur vor á leið. Sjáið fagra fánann frelsis blakta’ á meið. Áfram, Kristsmenn, krossmenn, kóngsmenn erum vér. Fram í stríðið stefnið, sterki æskuher.
– 2 – Gjörvöll Kristi kirkja kveður oss með sér, fjendur ótal eru, ei þó hræðast ber. Konungsstólar steypast, stendur kirkjan föst, bifast ei, á bjargi byggð, þótt dynji röst. Áfram Kristsmenn, . . .
– 3 – Komið, allar álfur, allra þjóða menn. Veitið oss að vígi, vinna munum senn. Allar englatungur undir taki’ í söng: Dýrð og lof sé Drottni, dýrð í sæld og þröng. Áfram, Kristsmenn, . . .
Sb. 515, Texti: Baring-Gould – Friðrik Friðriksson Lag: Sir Arthur Sullivan
29. Ástarfaðir himinhæða
– 1 – Ástarfaðir himinhæða, heyr þú barna þinna kvak, enn í dag og alla daga, í þinn náðarfaðm mig tak.
– 2 – Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir, eins og foldarblómin smá.
– 3 – Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af ljósi þín.
– 4 – Anda þinn lát æ mér stjórna, auðsveipan gjör huga minn, og á þinnar elsku vegum inn mig leið í himin þinn.
Sb. 504, Texti: Þýskur höfundur ókunnur – Steingrímur Thorsteinsson Lag: Joh. Fr. Reichardt
30. Biblía
– 1 – BIBLÍA er bókin bókanna, á orði Drottins er allt mitt traust. BIBLÍA.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
31. Bjart er yfir Betlehem
– 1 – Bjart er yfir Betlehem, blikar jólastjarna. Stjarnan mín og stjarnan þín, stjarnan allra barna. Var hún áður vitringum vegaljósið skæra. Barn í jötu borið var, barnið ljúfa, kæra.
– 2 – Víða höfðu vitringar vegi kannað hljóðir, fundið sínum ferðum á fjöldamargar þjóðir. Barst þeim allt frá Betlehem birtan undurskæra. Barn í jötu borið var, barnið ljúfa, kæra.
– 3 – Barni gjafir báru þeir. Blítt þá englar sungu. Lausnaranum lýstu þeir, lofgjörð Drottni sungu. Bjart er yfir Betlehem, blikar jólastjarna. Stjarnan mín og stjarnan þín, stjarnan allra barna.
Sb. 80, Texti: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka Lag: Frá miðöldum – Piae Cantiones 1582
32. Bæn sendu beðna að morgni
– 1 – Bæn sendu beðna að morgni, bið þú til Guðs hvern dag. Blítt skaltu biðja að kveldi, bljúgur við sólarlag.
– 2 – Guð veitir gjafir í dögun, Guð heyrir bæn um nón. Hann, sem er herra og faðir, hlustar á hverja bón.
Texti: Rúna Gísladóttir Lag: Höfundur ókunnur
33. Börnin öll bæði stór og smá
Viðlag: Börnin öll bæði stór og smá bæði strákar og stelpur, hafa eignast í Jesú vin sem að gleymir þeim ei.
– 1 – Rístu’ upp sértu klædd í rautt, veifaðu, sé ein flík þín blá. Klappaðu ef þú fórst í grænt, stappaðu ef þú ert í skóm. Börnin öll . . .
– 2 – Rístu’ upp ef þú komst í bíl veifaðu, ef þú hjólaðir, klappaðu ef þú hljópst við fót, stappaðu ef þú labbar heim. Börnin öll . . .
Texti: Derek og Jackie Llewellyn – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Derek og Jackie Llewellyn
34. Dag í senn
– 1 – Dag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni minna daga skammt af sæld og þraut, sér til þess, að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífs míns braut.
– 2 – Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér.
– 3 – Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk, sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir, geti átt með þér daginn hvern, eitt andartak í einu, uns til þín í ljóssins heim ég fer.
Sb. 712, Texti: Lina Sandell-Berg – Sigurbjörn Einarsson Lag: Oscar Ahnfelt 1872
35. Daginn í dag
Daginn í dag, daginn í dag gerði Drottinn Guð, gerði Drottinn Guð, gleðjast ég vil, gleðjast ég vil og fagna þennan dag, fagna þennan dag. Daginn í dag gerði Drottinn Guð, gleðjast ég vil og fagna þennan dag. Daginn í dag, daginn í dag gerði Drottinn Guð.
Texti: Sálmur 118. 24 , Lag: Höfundur ókunnur
36. Djúp og breið
Djúp og breið, djúp og breið, það er á sem rennur djúp og breið. Djúp og breið, djúp og breið, það er á sem rennur djúp og breið. Og hún rennur til mín og hún rennur til þín, og hún heitir lífsins lind. Djúp og breið, djúp og breið, það er á sem rennur djúp og breið.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
37. Drottinn Guð, hve gott að vakna
– 1 – Drottinn Guð, hve gott að vakna glöð og frísk til starfs í dag. Þín er jörðin þitt er lífið, þín hver stund og líka ég.
– 2 – Þú ert Guð, og þú einn ræður, þig ég bið að gá að mér. Liprar hendur, hraustir fætur hjálpað geta sjálfsagt þér.
– 3 – Góði Faðir, lát mig lifa líkar meir sem sonur þinn. Kenn mér þekkja rétt frá röngu, ratað þá fær hugur minn.
Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Torgny Erséus
38. Drottinn er minn hirðir
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta, á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um réttan veg fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því þú ert hjá mér sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi i fyrir fjendum mínum. Þú smyrð höfuð mitt með olíu bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Drottinn er minn hirðir mig mun ekkert bresta.
Texti: Davíðssálmur 23 Lag: Margrét Scheving
40. Eigi stjörnum ofar
– 1 – Eigi stjörnum ofar á ég þig að finna, meðal bræðra minna mín þú leitar, Guð.
– 2 – Nær en blærinn, blómið, barn á mínum armi, ást í eigin barmi, ertu hjá mér, Guð.
– 3 – Hvar sem þrautir þjaka, þig ég heyri biðja: Viltu veikan styðja, vera hjá mér þar?
– 4 – Já, þinn vil ég vera, vígja þér mitt hjarta, láta ljós þitt bjarta leiða, blessa mig.
Sb. 367, Texti: Anders Frostenson – Sigurbjörn Einarsson Lag: Hans Puls 1962
41. Einn, tveir, þrír
– 1 – Guð gaf fólki fingur, fimm á hvora hönd. Oftast gagn þeir gera, greiða hár og bönd. Einn, tveir, þrír . . .
– 2 – Lita má og laga liprum fingrum með, líka klípa, klóra kunna þessi peð. Einn, tveir, þrír . . .
– 3 – Þökk sé fyrir fingur föður himnum á. Lát þú litla putta læra það sem má. Einn, tveir, þrír . . .
Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Lars Åke Lundberg
42. Eins og lofsöngslag
Eins og lofsöngslag, líf mitt sé hvern dag, er ég bendi öðrum á þinn helga kross. Láttu lífið mitt lofa nafnið þitt svo að fleiri megi finna lífsins hnoss. Með Guði geng ég sæll, ég get ei kallast þræll, því hann hefur frelsað mig nú frjáls ég er. Eins og lofsöngslag, líf mitt sé hvern dag, er ég bendi öðrum á þinn helga kross.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
43. Elska Jesú
Elska Jesú er svo dásamleg, (3x) elska svo dásamleg. Svo há, þú kemst ekki’ yfir hana, svo djúp, þú kemst ekki’ undir hana, svo víð, þú kemst ekki’ út úr henni, elska svo dásamleg
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
44. Enginn þarf að óttast
– 1 – Enginn þarf að óttast síður en Guðs barna skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna’ á himinvegi.
– 2 – Sjálfur Guð á Síons fjöllum sól og skjöldur reynist öllum barnaskara’ í böli’ og hörmum, ber hann þau á föðurörmum.
– 3 – Engin neyð og engin gifta úr hans faðmi má oss svipta, vinur er hann vina bestur, veit um allt, er hjartað brestur.
– 4 – Hann vor telur höfuðhárin, heitu þerrar sorgartárin, hann oss verndar, fatar, fæðir, frið og líf í sálum glæðir.
– 5 – Syng því dátt með sigurhljómi, Síons hjörð og einum rómi, hræðast þarftu ei, fjendur falla fyrir Drottins orði snjalla.
– 6 – Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð, er lúður gjallar.
Sb. 505, Texti: Lina Sandell-Berg – Friðrik Friðriksson Lag: Sænsk laggerð af þýsku þjóðlagi
45. Englar Guðs
Englar Guðs þeir vaka yfir mér alla daga’ og nætur, hvert sem ég fer, út á götu, upp á hól, undir borði, upp á stól, alla daga’ og nætur þeir vaka yfir mér sem betur fer!
Lag og texti: Helga Jónsdóttir
46. Englarnir dansa
– 1 – :,: Englarnir dansa í upphæðadýrð, þeir dansa svo vel fyrir okkur á jörð. :,:
Og Guð sendi heiminum einkason sinn, því að hann elskar þig eins og börnin sín öll. Englarnir dansa í upphæðadýrð, þeir dansa svo vel fyrir okkur á jörð.
– 2 – :,: Englarnir syngja í upphæðadýrð, þeir syngja svo vel fyrir okkur á jörð. :,: .. .
– 3 – :,: Englarnir leika í upphæðadýrð, þeir leika svo vel fyrir okkur á jörð. :,: . . . .
– 4 – :,: Englarnir biðja í upphæðadýrð, þeir biðja svo vel fyrir okkur á jörð. :,: …
Texti: Börje Ellerstedt – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Börje Ellerstedt
47. Er ég horfi á himininn
– 1 – Er ég horfi’ á himininn, handa þinna verk, tunglið og stjörnurnar sem skapað hefur þú.
2. Er ég horfi’ á himininn, handa þinna verk, tunglið og stjörnurnar sem skapað hefur þú,
3. Hvað er þá maðurinn, hvað er þá maðurinn, að þú lítir til hans og gætir hans vel?
4. Er ég horfi’ á himininn, handa þinna verk, tunglið og stjörnurnar, er skapað hefur þú.
Texti: Sálmur 8.4-5, Lag: Höfundur ókunnur
48. Er ég leitaði vinar
– 1 – Er ég leitaði vinar varstu þar, varstu þar? Er ég leitaði vinar varstu þar? Og þitt nafn eða litur eða þjóð, skiptir engu, varstu þar?
– 2 – Ég var svangur og þyrstur, varstu þar, varstu þar? Ég var svangur og þyrstur, varstu þar? Og þitt nafn eða litur eða þjóð, skiptir engu, varstu þar?
– 3 – Ég var kaldur og klæðlaus, varstu þar, varstu þar? Ég var kaldur og klæðlaus, varstu þar? Og þitt nafn eða litur eða þjóð, skiptir engu, varstu þar?
– 4 – Er ég þarfnaðist hjálpar, varstu þar, varstu þar? Er ég þarnaðist hjálpar, varstu þar? Og þitt nafn eða litur eða þjóð, skiptir engu, varstu þar?
– 5 – Hvar sem ferðu um heiminn, ég er þar, ég er þar. Hvar sem ferðu um heiminn, ég er þar. Og þitt nafn eða litur eða þjóð skiptir engu: Ég er þar.
Matt. 25, Texti: Sydney Carter – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Sydney Carter
49. Er Ísrael í útlegð var
– 1 – Er Ísrael í útlegð var. Sendu fólkið burt. Svo illa leikið var það þar. Sendu fólkið burt. Af stað Móse. Inn í Egyptaland. Seg það Faraó, að senda fólkið burt.
– 2 – „Svo mælir Guð,“ kvað Móse skjótt, „Sendu fókið burt. Ei mun þá barn þitt deyja’ í nótt. Sendu fólkið burt.“ Af stað Móse . . .
Texti: þýðing Kristján Valur Ingólfsson Lag: afrískt – amerískt
50. Er rennur dagur dýr
– 1 – Þakkir fyrir brauð og mjólk og morgunkorn og graut, þakkir fyrir tannkremið og burstann sem ég braut. Er rennur dagur dýr . . .
– 2 – Þakkir fyrir skólann minn og mína vini þar. Þakkir fyrir allt það fólk sem þekki’ ég alls staðar. Er rennur dagur dýr . . .
– 3 – Þakkir fyrir hjólið mitt og hjálminn auðvitað. Þakkir fyrir aðgæsluna er ég fer af stað. Er rennur dagur dýr . . .
– 4 – Þakkir, að þú verndar mína vegferð alla tíð. Vernda fólk í umferðinni bæði ár og síð. Er rennur dagur dýr . . .
– 5 – Ef það gerir illveður ég verð að fara inn, þakkir fyrir húfuna og hlýja jakkann minn. Er rennur dagur dýr . . .
– 6 – Lof sé þér ó, Guð sem gefur dag og einnig nótt, þakkir fyrir heilsu, líf og lán og nýjan þrótt. Er rennur dagur dýr . . .
Texti: Claire Schmid – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Claire Schmid
51. Er þú veist um vin
– 1 – Er þú veist um vin sem þarfnast vorkunnsemi’ og hjálpar manns. Taktu þetta tækifæri til að reynast vinur hans.
– 2 – Er þú veist um vin sem grætur, vinafár og einn um sinn. Réttu honum hönd og segðu: „Heyrðu, ég er vinur þinn.“
– 3 – Drottinn vakir yfir öllu, öllum faðir reynist hann. Breytist aldrei, býðst að leiða, blessa’ og styrkja sérhvern mann.
– 4 – Jesús elskar allt sem lifir, alltaf honum treysta má. Jafnt í sorg og sælu lífsins sínum börnum er hann hjá.
Texti: Frank Nordli – Ólafur Jóhannsson Lag: Frank Nordli
52. Ég elska þig Drottinn
Ég elska þig Drottinn, þú ert styrkur minn. Drottinn þú ert bjarg og vígi mitt. Athvarf mitt þú ert, Guð minn, hellubjargið mitt. Hjá þér leita’ ég hælis háborg mín.
Texti: Sálmur 18.2-3 , Lag: Höfundur ókunnur
53. Ég er bara einn af ótal mönnum
– 1 – Ég er bara einn af ótal mönnum öllum, nær og fjær. Samt í Drottins augum er ég sköpun einstæð og kær.
– 2 – Öll er jörðin full af fólki, líka full af nálægð hans, því Guðs elska aldrei breytist til hvers einasta manns.
– 3 – Ég er Drottins dýrmæt sköpun, ég á dýrð hans, lifi’ í náð. Hann mig styður, vísar veginn, gefur visku og ráð.
– 4 – Þegar ótti’ og einsemd þjaka, þegar illa gengur mér, þá ég heyri orð Guðs óma: Ég stend alltaf með þér!
Texti: Britt G. Hallqvist – Ólafur Jóhannsson Lag: Egil Hovland
54. Ég er ekki fótgönguliði
Ég er ekki fótgönguliði, riddaraliði, stórskotaliði, ég er ekki’ í flughernaði, ég er hermaður Krists. (3x)
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
55. Ég er glaður
– 1 – Ég er glaður, ég er glaður, sérhvern sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag. Ég er glaður, ég er glaður, af því Jesús er minn besti, allra besti vin.
– 2 – Lestu Guðs orð, lestu Guðs orð, sérhvern sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag. Lestu Guðs orð, lestu Guðs orð, lát það verða besta, allra besta vininn þinn.
– 3 – Bið til Jesú, bið til Jesú, sérhvern sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag. Bið til Jesú, bið til Jesú, hann mun svara hverri sannri, sannri hjartans bæn.
– 4 – Guð er með mér, Guð er með mér, sérhvern sunnudag, mánudag, þriðjudag, miðvikudag, fimmtudag, föstudag, laugardag. Guð er með mér, Guð er með mér, og vill gæta mín og alltaf, alltaf leiða mig.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
56. Ég er heimsins ljós
Ég er heimsins ljós. Ég er heimsins ljós. Hver sem fylgir mér ei í myrkri er heldur hefur lífsins ljós.
Texti: Jóh. 8.12 – Jónas Gíslason Lag: Lars Åke Lundberg
57. Ég er hjá þér, ó, Guð
– 1 – Ég er hjá þér, ó, Guð, sem barn hjá blíðri móður, sem lítill fugl á mjúkri mosasæng. Ég er hjá þér, ó, Guð, já, þú ert hér, ó, Guð og nóttin nálgast óðum. Ef þú ert hér, þá sef ég sætt og rótt.
Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Lars Åke Lundberg
58. Ég er lífsins brauð
– 1 – Ég er lífsins brauð. Ég er lífsins brauð. Þann sem kemur til mín mun aldrei hungra. Ég er lífsins brauð.
– 2 – Ég er lífsins vatn. Ég er lífsins vatn. Þann sem trúir á mig mun aldrei þyrsta. Ég er lífsins vatn.
Sb. 714, Texti: Jóh. 6.35 Lag: Anders Gerdmar 1974
59. Ég er með hendur að klappa með
– 1 – Ég er stundum leið (leiður) og þá vil ég bara gráta. Ég er stundum reið (reiður) eins og lítið mý. Ég er stundum gröm (gramur) og mig langar að rífast, þá rís ég upp og svo fer ég að syngja. Ég er með . . .
– 2 – En stundum er gaman, þá vil ég bara hlæja, en stundum svo fúl(l) og vil ekki neitt. Ég er stundum sælli en nokkur fær skilið, þá rís ég upp og svo fer ég að syngja. Ég er með . . .
Texti: Nils-Erik Svenson – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Lars Åke Lundberg
60. Ég er með yður alla daga
Ég er með yður alla daga, allt til heimsins enda. Alla daga, alla daga. (Keðjusöngur – þrír hópar.)
Texti: Matt 28.20 Johannes Møllehave – Böðvar Guðmundsson Lag: Lennart Jernestrand 1972
61. Ég kann ei
Ég kann ei það sem þú kannt, þú kannt ei það sem ég kann, en Guð hefur verk sem hentar mér og annað sem hentar þér.
Texti: Göte Strandsjö – Höfundur ókunnur Lag: Göte Strandsjö
62. Ég kveiki á kertum mínum
– 1 – Ég kveiki’ á kertum mínum við krossins helga tré. Í öllum sálmum sínum hinn seki beygir kné. Ég villtist oft af vegi. Ég vakti oft og bað. Nú hallar helgum degi á Hausaskeljastað.
– 2 – Í gegnum móðu’ og mistur ég mikil undur sé. Ég sé þig koma, Kristur, með krossins þunga tré. Af enni daggir drjúpa, og dýrð úr augum skín. Á klettinn vil ég krjúpa og kyssa sporin þín.
– 3 – Ég fell að fótum þínum og faðma lífsins tré. Með innri augum mínum ég undur mikil sé. Þú stýrir vorsins veldi og verndar hverja rós. Frá þínum ástareldi fá allir heimar ljós.
Sb. 143, Texti: Davíð Stefánsson frá Fagraskógi Lag: Guðrún Böðvarsdóttir
63. Ég syng þér um Guð
– 1 – Ég syng þér um Guð sem er mikill og sterkur, af mætti hans verður allt til. Hvert fjall er hans smíð, hver fugl og hvert blóm og stjarnan er handarverk hans. Ég syng þér um Guð sem er mikill og sterkur, af mætti hans verður allt til.
– 2 – Ég syng þér um Guð sem er mikill og sterkur, án hans er ei neitt sem er til. Hann kallar til þín og kveikir í þér sinn kærleik til starfs fyrir þig. Ég syng þér um Guð sem er mikill og sterkur af mætti hans verður allt til.
Texti: Höfundur ókunnur – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Höfundur ókunnur
64. Ég veit um hús
– 1 – Ég veit um hús, ég á heima í því. Heima, er staðurinn þar sem ég bý. Og ef að ég meiðist þar mamma er, sem mig getur huggað í faðmi sér. Ég get sungið af gleði, því að Guð mér þetta léði. Lof sé þér. Ég þakka vil, fyrir það ég er til.
– 2 – Svo á ég rúm, ég get sofið í því, sængin er mjúk og líka svo hlý. Kannski dótið mitt sumt sé þar úti’ um allt, ég yfir það breiði ef það er kalt. Ég get sungið af gleði …
– 3 – Við getum keypt margt í matvörubúð, malakoff, fisk, bjúgu, ost eða snúð og rækjur og kartöflur, kál og ber og kjötbúðing, banana, mjöl og ger. Ég get sungið af gleði …
– 4 – En ef ég slasast, ég segi þér það, sjúkrabíll ekur í flýti af stað, og læknirinn saumar og lagar mig, svo leik ég mér bráðum á ný við þig. Ég get sungið af gleði …
Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Lars Åke Lundberg
65. Ég verð aldrei einmana
Ég verð aldrei einmana, einmana, einmana, ég verð aldrei einmana, Jesús hefur sagt: Ég er með þér, alla daga, alla daga, ég er með þér alla þína tíð.
Texti: Matt. 28.20 Hans Blennow – Kristján Valur Ingólfsson , Lag: Hans Blennow
66. Ég vil gera yður að mannaveiðurum
Ég vil gera’ yður að :,:mannaveiðurum:,:. Ég vil gera’ yður að mannaveiðurum, ef þér fylgið mér. (3x) Ég vil gera’ yður að mannaveiðurum, ef þér fylgið mér.
Texti: Lúk. 5.1-11, Lag: Höfundur ókunnur
67. Ég vil líkjast Daníel
Ég vil líkjast Daníel, og ég vil líkjast Rut. Því Rut hún er svo sönn og góð, og Daníel fylltur hetjumóð. Ég vil líkjast Daníel, og ég vil líkjast Rut.
Texti: Daníelsbók – Rutarbók Lag: Höfundur ókunnur
68. Ég vil spila og syngja
– 1 – Ég vil spila og syngja fyrir Guð. Ég vil spila og syngja fyrir Guð. Ég vil þakka honum, lofa hans nafn. Ég vil spila og syngja fyrir Guð.
– 2 – Ég vil klappa og dansa fyrir Guð . . .
– 3 – Ég vil biðja og syngja fyrir Guð . . .
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
69. Faðir alls sem andar
– 1 – Faðir alls sem andar, allt er lífið frá þér. Leið mig, lýs mér.
– 2 – Jesús frið mér færir, frelsi gjöfin hans er. Leið mig, lýs mér.
– 3 – Helgur andi huggar, hann til Guðs mér bendir. Leiðir, lýsir.
(Keðjusöngur – þrír hópar.) Sb. 728, Texti: Terrye Coelho – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Terrye Coelho 1972
70. Far! Seg þá frétt á fjöllum
– 1 – Er hirðar gæta hjarðar, þá hræðir undrasýn. Frá himni háum til jarðar, þeim heilög birta skín. Far! Seg þá frétt . . .
– 2 – Í bæn þeir höfuð beygðu er bjarminn lék um þá. Því ofar stjörnum eygðu þeir engla Guðs, sem tjá: Far! Seg þá frétt . . .
Texti: Höf. ókunnur – Kristján Valur Ingólfsson Lag: afrískt – amerískt
71. Fel Drottni vegu þína
Fel Drottni vegu þína og treystu honum. Hann mun vel fyrir sjá, hann mun veita þér það, sem girnist hjarta þitt.
Texti: Sálmur 37.5 Lag: Höfundur ókunnur
72. Frá Guði er líf mitt
– 1 – Frá Guði er líf mitt, ég gæti þess vel að gera ei jörðinni mein. Ég köllun hans heyri og Kristi mig fel. Hann kallar mig lærisvein. Við syngjum því öll, og við segjum í kór saman af gleði, lítil og stór: Við erum litlir lærisveinar, litlir lærisveinar.
– 2 – Á undan mér Guðs sonur, frelsarinn fer ég fylgi í sporin hans hrein. Hann kennir mér það sem að kærleikans er og kallar mig lærisvein. Við syngjum því öll . . .
Sb. 707 Lag og texti: Pétur Þórarinsson
73. Frá því sól að morgni rís
Frá því sól að morgni rís, þangað til hún sest sama dag, lofum Guð, lofum Guð. Lofum hans nafn, lofið nafn hans allir þjónar Guðs, lofum nafn Drottins Guðs. Blessað sé hans heilaga nafn héðan í frá og að eilífu.
Texti: Sálmur 113.3 Lag: Paul Deming
74. Full af gleði
– 1 – Full af gleði yfir lífsins undri, með eitt lítið barn í vorum höndum, :,: komum vér til þín sem gafst oss lífið. :,:
– 2 – Full af kvíða fyrir huldri framtíð, leggjum vér vort barn í þínar hendur. :,: blessun skírnar ein fær veitt oss styrkinn. :,:
– 3 – Full af undrun erum vér þér nærri! Þú, sem geymir dýptir allra heima, :,: vitjar hinna smáu, tekur mót oss. :,:
– 4 – Fyrir þig, af föðurelsku þinni, fæðumst vér á ný til lífs í Kristi, :,: til hins sanna lífs í trú og trausti. :,:
– 5 – Og við takmörk tímans áfram lifa fyrirheitin þín við skírnarfontinn, :,: skírnarljósið skín, þá lífið slokknar. :,:
– 6 – Meiri auð en orð vor ná að inna öðlumst vér í skírnargáfu þinni. :,: Drottinn, lát oss fyllast trúargleði. :,:
Sb. 585 Texti: Svein Ellingsen – Sigurjón Guðjónsson Lag: Egil Hovland 1976
75. Fús ég, Jesús, fylgi þér
– 1 – Fús ég, Jesús, fylgi þér, fyrst að kall þitt hljómar mér. Ég vil glaður elska þig, þú átt að leiða mig. Fús ég fylgi þér. (3x) já, hvert sem liggur leið.
– 2 – Litlu auga’ er leiðin myrk, litla fætur vantar styrk. Stundum þrýtur styrkur minn, mig styrki kraftur þinn. Fús ég fylgi þér …
– 3 – Síðar munu syndir hér sitja’ í vegi fyrir mér. Hjarta mitt þó hugrótt er, ó, Herra’, ef fylgi’ ég þér. Fús ég fylgi þér …
Texti: Bjarni Eyjólfsson Lag: J. H. Rosecrans
76. Fyrst var jörðin auð
– 1 – Fyrst var jörðin auð, þá var dimmt og kalt. Guð lét verða ljós, og það lýsti allt.
– 2 – Upp úr hafi steig allt hið þurra land, bylgjur féllu að, bára lék við sand.
– 3 – Og hið fyrsta vor óx hið fyrsta tré grænt í morgundögg, veitti skjól og hlé.
– 4 – Vindur, sól og regn, stjörnur, tungl og ský, fiskur, maur og fugl fagna yfir því.
– 5 – Manninn gjörði Guð, bæði meyju’ og svein. Annast sköpun hans. Gjöra engu mein.
– 6 – Guð, ég þakka þér að þú gjörðir mig. Líf mitt, leik og söng láttu tigna þig.
Texti: Lars Åke Lundberg – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Lars Åke Lundberg
77. Fyrsta ljósið
– 1 – Fyrsta ljósið, fyrsta ljósið, það lýsir í dag.
– 2 – Veifum grænum pálmagreinum og gleðjumst í dag.
– 3 – Hósíanna, hósíanna, við hrópum í dag.
– 4 – Konungurinn Kristur Drottinn hann kemur í dag.
Texti: Börje Ellerstedt – Jón Ragnarsson Lag: Börje Ellerstedt
78. Fætur mínir
– 1 – Fætur mínir eru undursamleg smíð. Ég get gengið, ég get hlaupið, leikið listir, gleði fundið. Fætur mínir eru undursamleg smíð!
– 2 – Hendur mínar eru undursamleg smíð. Ég get kastað bolta, bátum fleytt og aðra glatt og hjálpað. Hendur mínar eru undursamleg smíð!
– 3 – Augun mín, þau eru undursamleg smíð. Ég sé sól í heiði, fugl á grein og börn að leik á engi. Augun mín, þau eru undursamleg smíð!
– 4 – Eyrun mín, þau eru undursamleg smíð. Heyra fuglasönginn, lækjarnið og hlátra, söng og sögur. Eyrun mín, þau eru undursamleg smíð!
– 5 – Lífið mitt, það er svo undursamleg smíð. Ég get elskað, hlegið, hlakkað til og ætíð Guði þakkað. Lífið mitt, það er svo undursamleg smíð!
Texti: Claire Schmid – Karl Sigurbjörnsson Lag: Claire Schmid
79. Gakktu með oss
– 2 – Ham ba nathi mkululu wethu (4x) Mkululu mkululu mkululu wethu (4x)
– 3 – Hlusta á oss því sorgin er sár. (4x) því sorgin, því sorgin, því sorgin er sár. (4x)
– 4 – Tala orð þitt, gef tilgang og von. (4x) gef tilgang, gef tilgang, gef tilgang og von. (4x)
– 5 – Vertu hjá oss því komið er kvöld. (4x) því komið, því komið, því komið er kvöld. (4x)
– 6 – Sestu hjá oss og blessa vort brauð. (4x) og blessa, og blessa, og blessa vort brauð. (4x)
– 7 – Gef vér sjáum þinn sigur í trú. (4x) þinn sigur, þinn sigur, þinn sigur í trú. (4x)
Texti: Frá Suður-Afríku – Ólafur Jóhannsson Lag: Frá Suður-Afríku
80. Gefðu að móðurmálið mitt
Gefðu að móðurmálið mitt, minn Jesú, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér, til heiðurs þér helst mun það blessun valda, meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda.
Sb. 532 Texti: Hallgrímur Pétursson Lag: Íslensk breyting á þýsku lagi frá 16. öld.
81. Gjör dyrnar breiðar
– 1 – Gjör dyrnar breiðar, hliðið hátt. Þú, Herrans kristni, fagna mátt, því kóngur dýrðar kemur hér og kýs að eiga dvöl hjá þér.
– 2 – Hann býður líknar blessað ár, hann býður dýpst að græða sár, hann býður þyngstu’ að borga sekt, hann býður aumra’ að skýla nekt.
– 3 – Sjá, mildi’ er lögmál lausnarans, sjá, líkn er veldissproti hans. Því kom þú, lýður kristinn, nú og kóngi dýrðar fagna þú.
– 4 – Hve sælt það land, hve sælt það hús, er sælugjafinn líknarfús sér trútt og hlýðið fundið fær, þar friður, heill og blessun grær.
Sb. 59 Texti: Sálm. 24 – Weissel – Helgi Hálfdánarson Lag: Augsburg 1666
82. Gleði, gleði
– 1 – Gleði, gleði, gleði, gleði líf mitt er því Jesús Kristur það gefið hefur mér. Ég vil að þú eignist þetta líf, því það er gleði, gleði, gleði alla tíð.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
83. Gloria
Gloria, gloria, in excelsis Deo! Gloria, gloria, alleluia, alleluia! Dýrð sé Guði í upphæðum. Hallelúja.
Sb. 740 Lag: J. Berthier – Taizé
84. Glöð við þökkum Jesú
– 1 – :,: Glöð við þökkum Jesú :,: (3x) fyrir frið. :,: Glöð við þökkum Jesú :,: (3x) fyrir frið.
– 2 – :,: Galla take Jesus :,: (3x) garakå. :,: Galla take Jesus :,: (3x) garakå.
– 3 – :,: Glöð við þökkum Jesú :,: (3x) fyrir frið á jörð. :,: Glöð við þökkum Jesú :,: (3x) fyrir frið.
– 4 – :,: Glöð við þökkum Jesú :,: (3x) fyrir ljósið Guðs. :,: Glöð við þökkum Jesú :,: (3x) fyrir ljós.
(Setja má inn önnur orð í staðinn fyrir „frið“.)
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Frá Eþíópíu
84. Góði faðir gæt að mér
– 1 – Góði faðir gæt að mér, geym mig og vernda :,:hvar sem ég fer.:,:
– 2 – Þú sérð alla, þú ert hér, þekkir og skilur :,:hvernig ég er.:,:
– 3 – Jesús, besti bróðir minn, börnin þín leið í :,:himininn inn.:,:
Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Lars Åke Lundberg
86. Guð á himnum sagði við Nóa
Guð á himnum sagði við Nóa: „Þú munt bjargast flóði frá: Örkina stóru skalt þú smíða. Orði mínu byggðu á:“ Hann fór að smíða. Hann fór að saga. Sa saga sa sa saga Hann fór að smíða. Hann fór að saga og saga, vann alla daga duglegur Nói gamli var.
1. Mós. 5-9 Lag og texti: Helga Jónsdóttir
87. Guð á svo stórt og fallegt fang
– 1 – Guð á svo stórt og fallegt fang, í faðm hann tekur sinn hvert barn, sem Jesús blessar í skírn, og boðar: Ég er þinn.
– 2 – Guð á svo stóra, bjarta bók, hann brosir og færir þar inn hvert barn, sem Jesús blessar í skírn, og bókar: Þú ert minn.
– 3 – Guð á sinn himin, hann er stór, í hann ég stefni inn og börnin öll, sem eru skírð og elska Drottin sinn.
– 4 – Þín ást er rík og undrastór, lát ekkert villa mig af vegi þínum, góði Guð, sem gafst mér sjálfan þig.
Texti: Sam Perman – Sigurbjörn Einarsson Lag: Lars Edlund 1957
88. Guð faðir skapar
Guð faðir skapar, Guðs sonur frelsar mig. Guðs andi helgar, Guð þríeinn elskar mig. Því sé þakkargjörð þúsundföld flutt á jörð. Lofið, lofið, lofið Drottin.
(Keðjusöngur- fjórir hópar.)
Texti: Jónas Gíslason Lag: Höfundur ókunnur
89. Guð gaf mér eyra
– 1 – :,:Guð gaf mér eyra, svo nú má ég heyra. Guð gaf mér auga, svo nú má ég sjá.:,: Guð gaf mér hendur, svo gjört geti meira. Guð gaf mér fætur, sem nú stend ég á. Guð gaf mér eyra, svo nú má ég heyra. Guð gaf mér auga, svo nú má ég sjá.
– 2 – :,:Guð gaf mér höfuð, sem hugsar og dreymir, hátt sem að lyftist að vísdómsins lind.:,: Guð gaf mér hjarta, já, hjarta, sem geymir hreina og geislandi frelsarans mynd. Guð gaf mér höfuð, sem hugsar og dreymir, hátt sem að lyftist að vísdómsins lind.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: J. J. Rousseau
90. Guð hefur eyru, hann heyrir.
Guð hefur eyru, hann heyrir. Guð hefur augu, hann sér. Hjarta mitt litla það veit að Drottinn einn hann er. Er ég klappa í gleði minni. Er ég syngja vil sönginn til hans. La la la la la
Bæði hann sér og heyrir lofgjörð sérhvers barns. La la la la la . . . Guð hefur eyru, hann heyrir. Guð hefur augu, hann sér. Hjarta mitt litla það veit að Drottinn einn hann er. :,: Drottinn einn hann er. :,:
Lag og texti: Helga Jónsdóttir
91. Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn
– 1 – Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn, er sí og æ skín fyrir hann, á heimili’ í skóla’ og í hverjum leik, sem honum geðjast kann.
Viðlag Já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn, Guð vill að ég sé honum sólskinsbarn. Já, sólskinsbarn, já, sólskinsbarn. Já, það vil ég vera fyr’ir hann.
– 2 – Guð vill, að ég reynist af hjarta hlýr við hvern, sem er með mér, og geti æ sýnt, hve glatt og ljúft í geði barn hans er. Já, sólskinsbarn . . .
– 3 – Frá villu og freistni að vernda mig ég biðja vil frelsarann og láta mig muna lengstum það, að lýsa ég á fyr’ir hann. Já, sólskinsbarn . . .
– 4 – Hans sólskinsbarn verð ég að sönnu þá, að segja, ef ég aðeins vil, og erfi með Jesú himin hans og heyri’ honum ávallt til. Já, sólskinsbarn . . .
Texti: Bjarni Jónsson Lag: E. O. Excell
92. Hallelúja
Hallelú, hallelú, hallelú, hallelúja, vegsamið Guð. Hallelú, hallelú, hallelú, hallelúja, vegsamið Guð. Vegsamið Guð, hallelúja, vegsamið Guð, hallelúja, vegsamið Guð, hallelúja, vegsamið Guð.
(Víxlsöngur: Einn hópur syngur „Hallelúja“, annar hópur syngur „vegsamið Guð“)
Texti: Höfundur ókunnur – Jón Hjörleifur Jónsson Lag: Höfundur ókunnur
93. Hann Davíð var lítill drengur
Hann Davíð var lítill drengur, á Drottins vegum hann gekk. Hann fór til að fella risann og fimm litla steina hann fékk. Einn lítinn stein í slönguna lét og slangan fór hring eftir hring Hring eftir hring og hring eftir hring og hring eftir hring eftir hring. Upp í loftið hentist hann og hæfði þennan risamann.
Texti: I. Sam. 17.32-54 Lag: Höfundur ókunnur
94. Hann Sakkeus var að vexti smár
– 1 – Hann Sakkeus var að vexti smár, varla nema svona hár. Hann vatt sér upp í vænsta tré, :,: svo vel hann gæti séð. :,:
– 2 – Og mikinn fjölda fólks hann sá á ferð um veginn rétt þar hjá. Og hjartað brann af heitri þrá, :,: Hann Herrann vildi sjá. :,:
– 3 – Og Jesús minnsta manninn sér og mæla þannig fer: „Sakkeus, flýt þér ofan, :,: í dag ég dvel hjá þér“. :,:
(Í 3. erindi er 3. lína töluð. Nóturnar í upphafi 4. línu breytast og verða h•e•e•fís•fís•gís… (Í dag ég dvel hjá þér).)
Texti: Lúk. 19.1-10 Lag: Höfundur ókunnur
95. Heims um ból
– 1 – Heims um ból helg eru jól, signuð mær son Guðs ól, frelsun mannanna, frelsisins lind, frumglæði ljóssins, en gjörvöll mannkind :,: meinvill í myrkrunum lá. :,:
– 2 – Heimi í hátíð er ný, himneskt ljós lýsir ský, liggur í jötunni lávarður heims, lifandi brunnur hins andlega seims, :,: konungur lífs vors og ljóss. :,:
– 3 – Heyra má himnum í frá englasöng: „Allelújá”. Friður á jörðu, því faðirinn er fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér :,: samastað syninum hjá. :,:
Sb. 82 Texti: Sveinbjörn Egilsson Lag: Franz Grüber 1818
96. Hér gengur góður hirðir
– 1 – Hér gengur góður hirðir, sem gætir lömbum að. :,: Hann vantar eitt sem villtist og vill nú finna það. :,:
– 2 – Hann leitar lengi’ og víða að lambinu, sem hvarf. :,: Á hættulegum leiðum hann leita stundum þarf. :,:
– 3 – Hér kemur kátur hirðir, sem kæra lambið fann. :,: Og margir góðir grannar þá gleðjast eins og hann. :,:
– 4 – Það er til annar hirðir, sem ást og lofgjörð ber. :,: Sá hirðir heitir Jesús, í heimi bestur er. :,:
Texti: Lúk. 15.3-7 – Nanna Wiberg – Lilja S. Kristjánsdóttir Lag: Daniel Olson
97. Hlutverk falið hefur þér
– 1 – Hlutverk falið hefur þér, hann sem lífið gefur, send þeim brauð sem svangur er. Sjálfur gnægð þú hefur.
– 2 – Líkna þeim sem allslaus er. Allt að gjöf þú þiggur. Rétt út hönd og honum ver hjálp, er mest á liggur.
– 3 – Jesús, lífsins blessað brauð, býður stórum, smáum nægtarborð. Hinn besta auð bara þar við fáum.
– 4 – Jesús, góður ert þú einn. Ást og náð þín gefur gnægtir alls og aldrei neinn endurgreiðslu krefur.
– 5 – Metta enn með orði’ og mund alla’ í veröldinni. Þökk, að ókunn ævistund er í hendi þinni.
Texti: Martin Jentzsch – Lilja S. Kristjánsdóttir Lag: Ellen Petersen
98. Hósíanna
Hósíanna, lof og dýrð, því blessaður er sá, því, blessaður er sá, sem kemur í nafni Guðs. Hósíanna, hósíanna, sönnum syni Ísraels. Hósíanna, hósíanna, því blessaður er sá, því, blessaður er sá, sem kemur í nafni Guðs.
Sb. 733 Texti: Mt. 21.9 Lag: Egil Hovland 1977
99. Hvar sem ég er
– 1 – Hvar sem ég er, enginn það sér, að ég þarf vin sem hefur örlitla stund, ætlaða mér. Enginn sinn tíma gefur.
– 2 – Guð hefur stund, gleymir ei mér, Guð heyrir bænir allar. Tárum í bros breytir hann hér, barnið sitt mig hann kallar.
– 3 – Guð minn, ég bið, gættu mín vel, gefðu mér blessun þína. Breyskur þótt sé, fús þér ég fel framtíð og vegu mína.
Sb. 549 Texti: Britt Hallqvist – Lilja S. Kristjánsdóttir Lag: Egil Hovland 1977
100. Hve margt er það líf
– 1 – Hve margt er það líf sem í moldinni býr, það mundu og gæt þar að, hvar svolítið hræddur burt snigillinn flýr og smámaurinn nagar blað. Og fiðrildavængi og blómanna blöð ég bið þig ei skemma nú, því víst mega fiðrildin vera eins glöð á vorin sem ég og þú.
– 2 – Hjá lítilli þúfu er lóa á kreik, hún læddist um urð og mel. Við ólukkans varginn er alla tíð smeyk og eggin sín felur vel. Æ, syngdu nú lóa, þinn lofgjörðaróð, um lífið og hreiðrið þitt, og minntu hvern á sem að heyrir það hljóð að hugsa um búið sitt.
– 3 – Er þrösturinn hljóðnar og sólin er sest ég sitja við gluggann má og spenna þar greipar í birtu sem berst svo brosmildum stjörnum frá. Og þá fyrir sjúkum og beygðum ég bið, að berir þeim vor í geð með fugli og blómi, Guð, leggðu þeim lið og láttu þau gleðjast með.
Texti: Britt G. Hallqvist (1. og 3. v.) – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Hjálmar H. Ragnarsson
101. Hver er í salnum
– 1 – Hver er í salnum? Hlusti nú drótt! Hingað inn kemur frelsarinn skjótt, opnar mér faðminn, hvíslar svo hljótt: „Hér er ég, vinur minn!“ Svara, svara: Vertu velkominn, vissulega ertu Drottinn minn. Hjarta mitt fagnar, hér ertu nær, herra minn Jesús kær.
– 2 – Hingað svo kem ég fund eftir fund, finnst mér hér inni sælunnar stund, hvíslar hann að mér, út réttir mund: „Ég er hér, vinur minn!“ Svara, svara: Vertu velkominn, vissulega ertu Drottinn minn. Hjarta mitt fagnar, hér ertu nær, herra minn Jesús kær.
Texti: Friðrik Friðriksson Lag: G. F. Root
102. Hver hefur skapað blómin björt
– 1 – Hver hefur skapað :,: blómin björt? :,: Hver hefur skapað blómin björt? Guð á himninum.
– 2 – Hver hefur skapað :,: fuglana? :,: Hver hefur skapað fuglana? Guð á himninum.
– 3 – Hver hefur skapað :,: stjörnurnar? :,: Hver hefur skapað stjörnurnar? Guð á himninum.
– 4 – Hver hefur skapað :,: þig og mig? :,: Hver hefur skapað þig og mig? Guð á himninum.
– 5 – Hver hefur skapað blómin björt, fuglana, stjörnurnar? Hver hefur skapað þig og mig? Guð á himninum.
Texti: Mildred Adair – Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
103. Hvernig læri ég að lifa
– 1 – Hvernig læri ég að lifa svo Guði líki það? :,: Drottinn Jesús hann kennir okkur það. :,:
– 2 – Hvernig læri ég að elska meir náungann en mig? :,: Drottinn Jesús hann kennir okkur það. :,:
– 3 – Hvernig læri ég að trúa og breiða Orð Guðs út? :,: Drottinn Jesús hann kennir okkur það. :,:
– 4 – Hvernig læri ég að þjóna og líkjast Jesú meir? :,: Drottinn Jesús hann kennir okkur það. :,:
Texti: Anders Eriksson – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Anders Eriksson
104. Í Betlehem
– 1 – Í Betlehem er, :,: barn oss fætt, :,: Því fagni gjörvöll Adams ætt. :,: Hallelúja :,:
– 2 – Það barn oss fæddi :,: fátæk mær, :,: Hann er þó dýrðar Drottinn skær. :,: Hallelúja :,:
– 3 – Hann var í jötu :,: lagður lágt, :,: en ríkir þó á himnum hátt. :,: Hallelúja :,:
– 4 – Hann vegsömuðu :,: vitringar, :,: hann tigna himins herskarar. :,: Hallelúja. :,:
– 5 – Þeir boða frelsi’ og :,: frið á jörð :,: og blessun Drottins barnahjörð. :,: Hallelúja. :,:
– 6 – Vér undir tökum :,: englasöng, :,: og nú finnst oss ei nóttin löng. :,: Hallelúja. :,:
– 7 – Vér fögnum komu :,: frelsarans, :,: vér erum systkin orðin hans. :,: Hallelúja. :,:
– 8 – Hvert fátækt hreysi :,: höll nú er, :,: því Guð er sjálfur gestur hér. :,: Hallelúja. :,:
– 9 – Í myrkrum ljómar :,: lífsins sól. :,: þér, Guð, sé lof fyrir gleðileg jól. :,: Hallelúja. :,:
Sb. 73 Texti: Latneskur sálmur frá 14. öld – Valdimar Briem Lag: Þýskt vísnalag frá um 1600 / Andreas Peter Berggreen 1849
105. Í bljúgri bæn
– 1 – Í bljúgri bæn og þökk til þín, sem þekkir mig og verkin mín. Ég leita þín, Guð leiddu mig og lýstu mér um ævistig.
– 2 – Ég reika oft á rangri leið, sú rétta virðist aldrei greið. Ég geri margt, sem miður fer, og man svo sjaldan eftir þér.
– 3 – Sú ein er bæn í brjósti mér, ég betur kunni þjóna þér, því veit mér feta veginn þinn, að verðir þú æ Drottinn minn.
Sb. 551 Texti: Pétur Þórarinsson Lag: Amerískt þjóðlag
106. Í fylgd með Kristi
– 1 – Í fylgd með Kristi ég kýs að vera, hans kærleikshönd mun mig styrkan gera, eins þó að margt kunni útaf bera. Sný aldrei við, sný aldrei við.
– 2 – Þótt aleinn virðist ég á þeim vegi, og villugjarnan hann ýmsir segi, ég veit að bróðir minn bregst mér eigi. Sný aldrei við, sný aldrei við.
– 3 – En krossinn hans fyrir stafni stendur, þar stungnar sé ég hans líknarhendur, frá blessun hans víkur böl og fjendur. Sný aldrei við, sný aldrei við.
Texti: Kristján Valur Ingólfsson Lag: Frá Indlandi
107. Í kvöld skulu ljósin ljóma
– 1 – Í kvöld skulu ljósin ljóma og lýsa í húmið inn, er brosandi barnaskarar nú bera fram lofsönginn.
– 2 – Þau syngja um blíða barnið þann bróður sem eitt sinn var lagður í jötuna lágu en ljósið í heiminn bar.
– 3 – Já, hlýtt var í hreysi smáu og hvíld var þar gott að fá, er ómaði englasöngur um allar heimsbyggðir þá.
– 4 – Þeir fluttu í fyrsta sinni fagnaðaróð um hann. Það barnið, Guðs son er síðar sigur á dauðanum vann.
Texti: Jakob Sande – Höfundur ókunnur Lag: Lars Søraas d. y.
108. Í trú á Krist
Í trú á Krist, í trú á Krist, í trú á Krist, í trú á Krist. Því ég vil feta’ í hans fótspor, og þú vilt feta’ í hans fótspor, við viljum feta’ í hans fótspor í trú á Krist.
Texti: Ólafur Jóhannsson Lag: Frá Tanzaníu
109. Jesús börnum ungum ann
– 1 – Jesús börnum ungum ann, orð hans segir það um hann, öruggt get ég á það treyst, aldrei getur Jesús breyst. Ó, Jesús ann mér. Ó, Jesús ann mér. Ei bregst hann mér, því orð hans segir það.
– 2 – Jesús ann mér, ég vil því ástarfaðmi’ hans hvíla í, þar er skjól og þar er vörn þar fer vel um lítil börn. Ó, Jesús . . .
Texti: Sæmundur G. Jóhannesson Lag: B. Bradbury
110. Jesús elskar eitt og hvert
Jesús elskar eitt og hvert, stór og smá, stór og smá. Jesús elskar eitt og hvert, Jesús elskar alla. Elskar pabba, elskar mömmu, stóru systur og litla bróður. Elskar mig, elskar þig, Jesús elskar alla.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
111. Jesús er besti vinur barnanna
Jesús er besti vinur barnanna. Jesús er besti vinur barnanna. Alltaf er hann hjá mér, aldrei fer hann frá mér. Jesús er besti vinur barnanna.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
112. Jesús er bjargið
Jesús er bjargið sem byggja má á, bjargið sem byggja má á, borgin sem óvinir sigrað ei fá, óvinir sigrað ei fá. Hann er frelsarinn, hann er frelsarinn, hann er frelsarinn, frelsari minn og þinn.
Texti: Matt. 7.24-25 Lag: Birgir Sveinsson
113. Jesús, Jesús
Jesús, Jesús. Ég vil glaður fylgja þér, þú mér gafst af gnægtum þínum. Ég elska þig.
(Keðjusöngur – fjórir hópar.)
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
114. Komið öll til mín
– 1 – :,: Komið öll til mín. :,: Kristur laðar, kallar alla: Komið öll til mín!
– 2 – :,: Komið öll til mín. :,: Kristur gefur frið og frelsi. Komum öll til hans.
– 3 – :,: Komið öll til mín. :,: Kristur vill þér lýsa’ og leiða. Komum öll til hans.
Texti: Höfundur ókunnur – Karl Sigurbjörnsson Lag: Höfundur ókunnur
115. Kringum litla bátinn
– 1 – Kringum litla bátinn bylgjan reis svo há. Jesús svaf í bátnum, veðrið buldi á.
– 2 – Hræddust þeir í bátnum brim og veðragný. Jesús kyrrði hafið, allt varð hljótt á ný.
– 3 – Bæði’ á himni’ og jörðu Jesús valdið á. Treystum honum! Ekkert þarf að óttast þá.
Matt. 8.23-27 Texti: Anders Frostenson – Ólafur Jóhannsson Lag: Torsten Sörenson
116. Kristur hann býr í mér
– 1 – Kristur hann býr í mér og ég vil lifa fyrir hann. :,: Ég vil lifa, ég vil lifa, ég vil lifa fyrir hann. :,:
– 2 – Kristur hann býr í mér og ég vil syngja fyrir hann. Ég vil lifa, . . .
– 3 – Kristur hann býr í mér og ég vil starfa fyrir hann. Ég vil lifa, . . .
– 4 – Kristur hann býr í mér og ég vil vitna um hans náð. Ég vil lifa, . . .
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
117. Kyrie eleison
Kyrie eleison, Kyrie eleison, Kyrie eleison. Drottinn, miskunna þú oss.
Sb. 739 Lag: Frá Rétttrúnaðarkirkjunni í Úkraínu.
118. Láttu þitt ljós
Láttu þitt ljós lýsa um allt, þar sem er dimmt, þar sem er kalt, lýsa þá leið, er liggur til hans, sem dó fyrir sekt og syndir hvers manns.
Texti: Jónas Gíslason Lag: Höfundur óþekktur
119. Leiddu mína litlu hendi
– 1 – Leiddu mína litlu hendi, ljúfi Jesús, þér ég sendi bæn frá mínu brjósti sjáðu, blíði Jesús, að mér gáðu.
– 2 – Hafðu gát á hjarta mínu, halt mér fast í spori þínu, að ég fari aldrei frá þér, alltaf, Jesús, vertu hjá mér.
– 3 – Um þig alltaf sál mín syngi sérhvern dag, þó eitthvað þyngi. Gef ég verði góða barnið, geisli þinn á kalda hjarnið
Texti: Ásmundur Eiríksson Lag: Sænsk laggerð af þýsku þjóðlagi
120. Líður að dögun
– 1 – Líður að dögun, léttir af þoku, ljóðin sín kveða fuglar af snilld. Sönginn og daginn, Drottinn ég þakka, dýrlegt er orð þitt, lind sönn og mild.
– 2 – Verðandi morgunn, vindur og sunna. Vanga minn strýkur náðin þín blíð. Grasið og fjöllin, Guð minn ég þakka geislar þín sköpun, nú er mín tíð.
– 3 – Risinn til lífsins, lausnarinn Jesús, leið sinni beinir, hvert sem ég fer. Indæl er jörðin, eilíf er vonin, allt skal að nýju fæðast í þér.
Sb. 703 Texti: Eleanor Farjeon – Sigríður Guðmarsdóttir Lag: Gelískt þjóðlag
121. Lífið gefur Guð
– 1 – Lífið gefur Guð, í ljósi býr hann. Líta fær það enginn né skilja það kann. Guð þó finn ég hér, frelsi líf og von. Fæddur er, sem Maríu lítill son.
– 2 – Dýrð sé þér, ó, Guð, í himnanna hæð, í heiminn að þú komst í fátækt og smæð. Já, Guð nú finn ég hér, frelsi líf og von. Fæddur er, sem Maríu lítill son.
Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Lars Åke Lundberg
122. Lofum Drottin
– 1 – Lofum Drottin Jesú, lofum Drottin Jesú, hallelúja!
– 2 – Jubilate Deo, jubilate Deo, alleluia!
(Keðjusöngur – þrír hópar.)
Sb. 746 Lag: Michael Praetorius 1610
123. Með Jesú í bátnum
Með Jesú í bátnum get ég brosað í stormi, brosað í stormi, brosað í stormi. Með Jesú í bátnum get ég brosað í stormi er ég sigli heim. Er ég sigli heim, er ég sigli heim. Með Jesú í bátnum get ég brosað í stormi er ég sigli heim.
Matt. 8.23-27 Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
124. Minn Guð, þú elskar öll þín börn
– 1 – Minn Guð, þú elskar öll þín börn, þú elskar líka mig. Þú ert minn skjöldur, skjól og vörn, því skal ég elska þig.
– 2 – Þú gafst oss, herra Guð, þinn son, hve góður Jesús er! Hann hjá mér vekur helga von og huggun veitir mér.
– 3 – Hann kom úr hæstri himnadýrð að hrífa oss úr neyð. Vor vegna sára sorg og rýrð hann saklaus bar og leið.
– 4 – Ég kem í Jesú nafni nú, ég náðarþurfi er. Minn blíði faðir, blessa þú þitt barn og líkna mér.
– 5 – Í ljóssins ríki leið mig inn, og lát mig finna þig, og hæfan fyrir himininn, ó, herra, gjör þú mig.
Texti: Sigurbjörn Sveinsson Lag: Amerískt þjóðlag
125. Mitt fley er svo lítið
Mitt fley er svo lítið, en lögurinn stór, mitt líf er í frelsarans hönd. Og hann stýrir bátnum, þótt bylgjan sé há, beint upp að himinsins strönd. Og hann stýrir bátnum, þótt bylgjan sé há, beint upp að himinsins strönd.
Texti: Sálm. 107.28-31, Matt. 8.23-27. – Höfundur ókunnur, Lag: Höfundur ókunnur
126. Nú legg ég augun aftur
– 1 – Nú legg augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt.
– 2 – Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt.
Texti: 1. erindi Foersom – Sveinbjörn Egilsson – 2. erindi Matthías Jochumsson Lag: P. C. Krossing
127. Nú skrúða grænum
– 1 – Nú skrúða grænum skrýðist fold og skæru augun ljóma er fagna blómin frelsi’ úr mold og frosts og vetrardróma. Nú barnaraddir blíðar tjá að birtan sigrað hefur og allt í náð umvefur.
– 2 – Í laufi fuglinn, lamb í hjörð og lóa frjáls í heiði þá lofgjörð inna lífs sem jörð á löngum vetri þreyði. Af gleði óma götur, torg og gleði birtir sanna öll önn og iðja manna.
– 3 – Þú Guð, sem sumar gefur jörð og gleði barna þinna, gef allri þinni eignarhjörð þá elsku’ og gleði’ að finna og lúta þér í lotning, trú, að lífi öllu hlúa, sem systkin saman búa.
Sb. 719 Texti: Carl-David af Wirsén – Karl Sigurbjörnsson Lag: Waldemar Åhlén 1933
128. Oft ég þrái að eiga hér
– 1 – Oft ég þrái’ að eiga hér einhvern vin sem traustur er, þann sem ekki aftur fer burt frá mér.
– 2 – Flestir hverfa, ef ég er öðruvísi’ en góðum ber. Einn er þó, sem ekki fer burt frá mér.
– 3 – Jesús þessi eini er. Allt hann þekkir, veit og sér. Samt hann aldrei aftur fer burt frá mér.
– 4 – Vinir gleyma vinum hér. Vitni um það lífið ber. Jesús man og þekkir þá, sem hann á.
Texti: Liv Nordhaug – Lilja S. Kristjánsdóttir Lag: Oscar Ahnfeldt
129. Oft gamla fólkið erfitt á
– 1 – Oft gamla fólkið erfitt á og út það sjaldan fer með lúna fætur, litla heyrn, ef léleg sjónin er.
– 2 – Það bíður og á ósköp bágt ef enginn vinur sést í einsemd vonast eftir þeim sem oft það treysti best.
– 3 – Guð spyr, hvort hjálpa viljum við, sig vanti góðan þjón með hjartagæsku, fiman fót og fulla heyrn og sjón.
Texti: Britt Hallquist – Lilja S. Kristjánsdóttir Lag: Höfundur ókunnur
130. Ó, blíði Jesús, blessa þú
– 1 – Ó, blíði Jesús, blessa þú það barn, er vér þér færum nú, tak það í faðm og blítt það ber með börnum Guðs á örmum þér.
– 2 – Ef á því hér að auðnast líf, því undir þínum vængjum hlíf, og engla þinna láttu lið það leiða’ og gæta slysum við.
– 3 – Ó, gef það vaxi’ í visku’ og náð og verði þitt í lengd og bráð og lifi svo í heimi hér, að himna fái dýrð með þér.
Sb. 507 Texti: M.B.B. Edwards – Matthías Jochumsson Lag: Jónas Tómasson
132. Ó, Guð, ég veit hvað ég vil
– 1 – Ó, Guð, ég veit hvað ég vil, er ég vakna með rísandi sól: Þakka sumar, sælu og yl, nú er sólskin um byggðir og ból
– 2 – Þú, Guð, ert svo góður við mig, það er gaman að lifa og sjá hvernig skúrir og ský fela sig þegar skinið fær sólin þau á.
– 3 – Þér sé lof, því loftið er tært og ég leik mér um grundir og hól svo ég geti af lífinu lært þín ég leita og á hjá þér skjól.
– 4 – Fyrir hreysti og hugarins þor, fyrir hendur sem vinna í trú, fyrir yndi og æskunnar vor, fyrir allt vil ég þakka þér nú.
Sb. 591 Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Torgny Erséus
133. Ó, hve dýrleg er að sjá
– 1 – Ó, hve dýrleg er að sjá alstirnd himinfesting blá, þar sem ljósin gullnu glitra, glöðu leika brosi’ og titra, :,: og oss benda upp til sín. :,:
– 2 – Nóttin helga hálfnuð var, huldust nærfellt stjörnurnar, þá frá himinboga’, að bragði birti’ af stjörnu’, um jörðu lagði, :,: ljómann hennar sem af sól. :,:
– 3 – Þegar stjarna’ á himni hátt hauður lýsir miðja’ um nátt. Sögðu fornar sagnir víða, sá mun fæðast meðal lýða, :,: konunga sem æðstur er. :,:
– 4 – Vitringar úr austurátt ei því dvöldu’, en fóru brátt þess hins komna kóngs að leita, kóngi lotning þeim að veita, :,: mestur sem að alinn er. :,:
– 5 – Stjarnan skær þeim lýsti leið, leiðin þannig varð þeim greið, uns þeir sveininn fundu fríða. Fátæk móðir vafði’ hinn blíða :,: helgri’ í sælu’ að hjarta sér. :,:
– 6 – Stjarna veitt oss einnig er, og ef henni fylgjum vér, hennar leiðarljósið bjarta leiða’ um jarðar húmið svarta :,: oss mun loks til lausnarans. :,:
– 7 – Villustig sú aldrei á undrastjarnan leiðir há, orðið Guðs hún er hið skæra, oss er Drottinn virtist færa, :,: svo hún væri’ oss leiðarljós. :,:
Sb. 108 Texti: Nikolaj F.S. Grundtvig – Stefán Thorarensen Lag: Jacob G. Meidell 1840
134. Ó, Jesús bróðir besti
– 1 – Ó, Jesús bróðir besti og barnavinur mesti, æ, breið þú blessun þína á barnæskuna mína.
– 2 – Mér gott barn gef að vera og góðan ávöxt bera, en forðast allt hið illa, svo ei mér nái’ að spilla.
– 3 – Það ætíð sé mín iðja að elska þig og biðja, þín lífsins orð að læra og lofgjörð þér að færa.
– 4 – Þín umsjón æ mér hlífi í öllu mínu lífi, þín líknarhönd mig leiði og lífsins veginn greiði.
– 5 – Mig styrk í stríði nauða, æ, styrk þú mig í dauða. Þitt lífsins ljósið bjarta þá ljómi’ í mínu hjarta.
– 6 – Með blíðum barnarómi mitt bænakvak svo hljómi: Þitt gott barn gef ég veri og góðan ávöxt beri.
Sb. 503 Texti: Páll Jónsson Lag: Andreas Peter Berggreen 1844
135. Ó, leið mig þá leið
Ó, leið mig þá leið, svo legg ég af stað, svo legg ég af stað með Guði. Leið trúar, leið trausts, leið tryggðar hvern dag, sem treyst get ég einum Guði. Ó, birt mér þá bæn sem að beðið ég get, svo berist mitt lof að Guði. Og kenn mér þá ósk, sem æskja ég skal, svo verði’ allt mitt líf í Guði.
Lag og texti: Haukur Ágústsson
136. Ó, ljóssins faðir
– 1 – Ó, ljóssins faðir, lof sé þér, að líf og heilsu gafstu mér og föður minn og móður. Nú sest ég upp, því sólin skín, þú sendir ljós þitt inn til mín. Ó, hvað þú, Guð ert góður.
– 2 – Þú býr á háum himnastól og hefur skapað þessa sól og alla veröld víða, þú klæðir grösum fagra fold, þú fæðir veikan orm í mold, og dýr og fuglinn fríða.
– 3 – Þig lofa gjörvöll lífsins mál, þig lofar einkum mannsins sál, hún þekkir elsku þína. Ég veit, minn Guð, þú verndar mig, ég veit ég á að biðja þig, sem tilbjóst tungu mína.
– 4 – Þitt blessað ljósið lýsi mér, svo lifi ég og fylgi þér á vísdóms vegi sönnum, en auk mér þroska, dyggð og dáð, svo dafni ég í Jesú náð,
– 5 – Þigg, Guð, minn faðir, hug og hönd, mitt hjarta, vilja, líf og önd, svo blessuð boð þín geymi. Að treysta, hlýða, þóknast þér sé þúsund sinnum dýrra mér, en fylgja holdi’ og heimi.
Sb. 506 Texti: Matthías Jochumsson Lag: Niels W. Gade
137. Ó, seg mér, fuglinn frjálsi
– 1 – Ó, seg mér, fuglinn frjálsi sem flýgur inn í skóg. Hví ertu alltaf glaður og átt af söngvum nóg? Þú syngur sérhvern morgun, þú syngur fram á nótt, og hugljúf rödd þín hljómar svo hrein með undraþrótt.
– 2 – Þú berð ei dýran búning, þú býrð við kjörin þröng. En laus við kapp og kvíða þú kvakar dægrin löng. Þú uppskerð aldrei kornið, því ekki kanntu’ að sá. En samt þú alltaf syngur af sælli hjartans þrá.
Texti: Johan Ludvig Runeberg – Ólafur Jóhannson Lag: Chr. W. Gluck
138. Ó, vef mig vængjum þínum
– 1 – Ó, vef mig vængjum þínum til verndar, Jesús hér, og ljúfa hvíld mér ljáðu, þótt lánið breyti sér. Vert þú mér allt í öllu, mín æðsta speki’ og ráð, og lát um lífs míns daga mig lifa’ af hreinni náð.
– 2 – Tak burtu brot og syndir með blóði, Jesús minn, og hreint mér gefðu hjarta og helgan vilja þinn. Mig geym í gæslu þinni. Mín gæti náð þín blíð, að frið og hvíld mér færi hin fagra næturtíð.
Sb. 594 Texti: Lina Sandell-Berg – Magnús Runólfsson Lag: Sænskt þjóðlag
139. Ótal, óteljandi fuglar
– 1 – Ótal, óteljandi fuglar, þúsund milljónir af öllum stærðum út um allt eru’ að sýna sig. Ótal, óteljandi fuglar, þúsund milljónir, Guð samt þekkir hvern og einn, og Guð þekkir mig.
– 2 – Ótal, óteljandi blómin, þúsund milljónir, í öllum litum út um allt engið sýna sig. Ótal, óteljandi blómin, þúsund milljónir, Guð samt þekkir hvert og eitt, og Guð þekkir mig.
– 3 – Ótal, óteljandi börnin, þúsund milljónir, öll nöfnin þeirra Guð man, þótt þau feli sig. Ótal, óteljandi börnin, þúsund milljónir, Guð samt þekkir hvert og eitt, og Guð þekkir mig.
Texti: J. Gowans – Rut Wilhelmsen – Karl Sigurbjörnsson Lag: J. Larsson
140. Regnboginn
Regnboginn er himinhár, gulur, rauður, grænn og blár. Regnboginn er sáttmáli milli Guðs og mín.
1. Mós. 9.1-17 Lag og texti: Helga Jónsdóttir
141. Réttu mér hönd
Viðlag Réttu mér hönd því við höfum sama mið, héðan í frá sama veginn göngum við. Gleym því sem hindrar en höldum ávallt frið því við þörfnumst hvert annars enn.
– 1 – Ungur eða gamall, það engu skiptir hér, ofgnótt eða sultur, hið sama öllum ber, hverju skiptir líka hver litur okkar er, ef við þörfnumst hvert annars enn. Réttu mér hönd …
– 2 – Sundruð er vor auma veröld enn í dag sem fyrr, inn í skotum felumst við á bak við læstar dyr. Yfir glauminn heyrist þó, sem blási ólmur byr: Hér við þörfnumst hvert annars enn. Réttu mér hönd …
Texti: Göte Strandsjö – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Amerískt þjóðlag
142. Sérhvern dag með Jesú
Sérhvern dag með Jesú, ég byrja vil með bæn um náð. Sérhvern dag með Jesú, hann blessi allt mitt ráð. Drottinn er minn hirðir, hann mun gefa kraft og dáð. Sérhvern dag með Jesú ég byrja vil með bæn um náð.
Texti: Þórir Guðbergsson Lag: Höfundur ókunnur
143. Silfur og gull á ég ekki
Silfur og gull á ég ekki en það sem ég get gefið þér í nafni Jesú Krists frá Nasaret. Stattu’ upp og komdu með. Hann stóð upp og hoppaði, dansaði og skokkaði, :,: og hrópaði og hrópaði: Dýrð sé Guði, dýrð sé Guði, : ,: dýrð sé Guði sem læknað hefur mig, :,: dýrð sé Guði, :,: sem læknað hefur mig.
Post. 3.1-10 Lag og texti: Helga Jónsdóttir
144. Sjá, við göngum í ljósi Guðs
Sjá, við göngum í ljósi Guðs. Siyahamb’ ekukhanyeny kwenkhos’.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Frá Suður-Afríku
145. Stjörnur og sól
– 1 – Stjörnur og sól, blómstur og börn, já, vindinn og vötn, allt gerði Guð. Himinn og jörð hans eru verk. Drottinn, við þér viljum þakka. Drottinn, við þökkum þér. Þig einan tignum við. Herra, við lofum þitt heilaga nafn.
– 2 – Jesús, Guðs son, lifði og lét sitt líf fyrir menn, alla sem einn. Lifandi’ í dag dvelur hann hér. Drottinn, við þér viljum þakka. Drottinn, við þökkum þér. Þig einan tignum við. Herra, við lofum þitt heilaga nafn
– 3 – Andi Guðs einn, helgur og hlýr, nú huggar sem fyrr, uppfræðir enn, vegsamar Guð dag eftir dag. Drottinn, við þér viljum þakka. Drottinn, við þökkum þér. Þig einan tignum við. Herra, við lofum þitt heilaga nafn.
Sb. 584 Texti: Britt Hallquist – Lilja S. Kristjánsdóttir Lag: Egil Hovland 1974
146. Syngið Drottni sól og máni
– 1 – Syngið Drottni sól og máni, sérhvert ljós sem kveikir hann. Syngið Drottni himnar háir, hljómi allt sem lofa kann.
– 2 – Heiðrið Drottin, höfin jarðar, húmið, regnið, vindur, snær. Tignið Drottin, tré og steinar, tindar fjalla, ljúfur blær.
– 3 – Lofið Drottin, hálsar, hæðir, hjarnið jökla, foss og lind. Lofa Drottin, fugl og fluga, fjallabúar, geit og kind.
– 4 – Lofa Drottin, kristin kirkja, konung þinn í líki manns. Honum skulum vegsemd veita vernduð öll í faðmi hans.
Sb. 706 Texti: Sálm. 148 – Anders Frostenson – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Hjálmar H. Ragnarsson 1995
147. Tendrum lítið ljós
– 1 – Tendrum lítið ljós, ljós er boðar heilög jól. Sannur jólafriður fagur fer um byggð og ból.
– 2 – Stjarna lýsir leið, lýsir aðventunnar veg. Jesús kemur, jörðu gefur jólin gleðileg.
Texti: Anette Wikenmo – Pétur Þórarinsson Lag: Anette Wikenmo
148. Tikki, tikki ta
:,: Tikki, tikki ta, tikki, tikki ta, tikki, tikki, tikki, tikki ta. :,: :,: Alla daga’ og allar nætur augu Jesú vaka yfir mér. :,:
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
149. Til himins upp þig hef
– 1 – Til himins upp þig hef, mín sál, til himins fljúgi lofgörð þín. Upp, upp, mitt hjarta, hugur, mál, með helgum söng, því dagur skín.
– 2 – Ó, Drottinn, náð þín dásöm er, ó, Drottinn, hjartans athvarf mitt, þú væran blund enn veittir mér og vaktir ennþá barnið þitt.
– 3 – Því skal, ó, Drottinn, dýrð þér tjá í dag og jafnan sála mín, þig lofi allt, er anda má, og allt, er blessar gæska þín.
– 4 – Af öllu hjarta eg þig bið: Æ, annast þú mig nú í dag, af elsku þinni legg mér lið og lát mér snúast allt í hag.
– 5 – Ég fel mig nú í faðminn þinn, ég fel þér bæði líf og sál. Æ, lát þér þóknast lofsöng minn, þig lofi hjarta, raust og mál.
Texti: O. Jesper Swedberg – Páll Jónsson Lag: Trond Kverno
150. Upp á fjallið
Upp á fjallið, niður’ í dalinn (3x) vil ég fylgja Jesú er hann kallar mig. :,: Ég vil fylgja, fylgja Jesú, ég vil fylgja, fylgja Jesú, ég vil fylgja Jesú er hann kallar mig. :,:
Texti: Hrefna Tynes Lag: Höfundur ókunnur
151. Upprisinn er hann
Viðlag Upprisinn er hann, húrra, húrra, hann lifir, hann lifir, hann lifir enn. Hann lifir, hann lifir, hann lifir enn.
– 1 – Tóm er gröfin og opin, hví er ekki meistarinn hér? Klæðin hans liggja þar inni enn, en enginn veit hvar hann er, enginn veit hvar hann er. Upprisinn er hann . . .
– 2 – Glöð við þökkum þér, Jesús, við þekkjum hver máttur þinn er. Þú gafst þig sjálfan til lausnar lýð svo líf eigum æ með þér, líf eigum með þér. Upprisinn er hann . . .
– 3 – Nýja menn vill Guð gera og gleðin mun ríkja, því breytast mun geimur í geislaflóð er Guð skapar allt á ný, Guð skapar allt á ný. Upprisinn er hann . . .
Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Lars Åke Lundberg
152. Ver mér nær, ó, Guð
– 1 – Ver mér nær, ó, Guð, ver mér nær. (3x) Ó, Guð, ver mér nær.
– 2 – Þegar græt ég, Guð, ver mér nær. (3x) Ó, Guð, ver mér nær.
– 3 – Er ég bið þig, Guð, ver mér nær. (3x) Ó, Guð, ver mér nær.
– 4 – Þegar syng ég, Guð, ver mér nær. (3x) Ó, Guð, ver mér nær.
Texti: Hrefna Tynes Lag: afrískt – amerískt
153. Vertu, góði Guð, hjá mér
– 1 – Vertu, góði Guð, hjá mér, gleðin sanna er hjá þér. Gjörðu bjart mitt bernsku vor, blessa, faðir, öll mín spor.
– 2 – Þú veist alltaf um minn veg, allt þú veist, sem tala ég. Öll mín verk sér auga þitt, einnig hjartalagið mitt.
– 3 – Hrygga vil ég geta glatt, gjört hið fagra, talað satt. Verið til hins góða gjarn, gott og ljúft og hlýðið barn.
– 4 – Allt hið fagra er frá þér, upp það vaxi’ í huga mér. Þegar stór ég orðinn er, ávöxt litla fræið ber.
– 5 – Vertu, góði Guð, hjá mér, gæfa lífsins er hjá þér. Vertu æviathvarf mitt, alltaf sé ég barnið þitt
Sb. 553 Texti: Einar M. Jónsson Lag: Henry John Gauntlett 1852
157. Við setjumst hér í hringinn
Viðlag Við setjumst hér í hringinn og hendur mætast þá, en systkin öll við erum og engum gleyma má.
– 1 – Því Jesús elskar alla og alla jörð á hann. Hann veitir okkur vini, og verndar sérhvern mann. Við setjumst . . .
– 2 – Lof syngjum Guði góðum sem gefur líf og von og sendir hátt úr hæðum til hjálpar eigin son. Við setjumst . . .
Texti: Margareta Melin – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Lars Åke Lundberg
158. Við syngjum öll af sannri gleði
– 1 – Við syngjum öll af sannri gleði, við sjáum verk Guðs enn. Því allt hans hendur hafa skapað, já, heiminn, dýr og menn.
– 2 – Og hann gaf okkur hendur sínar, það hlutverk fylgir þeim, að geta skrifað, skreytt og bakað og skapað betri heim.
– 3 – Þær hendur geta hjálpað öðrum og huggað, faðmað leitt og klappað lófum, leikið gefið og lífi margra breytt.
– 4 – En best af öllu er ef höndin mín er í lófa þeim sem styður, verndar, verður hjá mér og vill mig leiða heim.
Texti: Ólafur Jóhannsson Lag: Gerard van Hulst
159. Vindinn sérðu ekki
– 1 – Vindinn sérðu ekki, voldug röddin hans hvíslar, dynur, syngur samt við eyra manns.
– 2 – Andi Guðs sést ekki en hans rödd og lag ómar blítt í barmi, breytir nótt í dag.
– 3 – Vindinn sérðu ekki áhrif hans má sjá: Báran rís og bylgjast gras þá brestur stormur á
– 4 – Andi Guðs sést ekki en hans góði blær hrekur hryggð og ótta, hann er gleðin tær.
– 5 – Úr þeim yndisheimi, sem enginn maður sér, andinn helgi líður, lýsir mér og þér.
Texti: Anders Frostenson – Sigurbjörn Einarsson Lag: Erhard Wikfeldt 1958
160. Það var margt um mann
– 1 – Það var margt um mann í Kapernaum, mikill er þó ekki bærinn sá. Jesús talar þar í þröngu húsi, þessa ræðu hlýddu margir á.
– 2 – Veikan mann, sem fæstir þarna þekktu, þjáður mjög og farlama hann var, vinahópur, fullur trúartrausti til hans inn í staðinn þangað bar.
– 3 – Trúðu þeir að líknar væri að leita og lækningar hjá Jesús fyrir hann, góður vilji, gáfum þeirra meiri, gaf þeim von og trúarstyrkinn þann.
– 4 – Upp á þakið þeir með manninn héldu, þaðan niður síga létu hann, Jesús svo á sama andartaki sanna trú og vilja þeirra fann.
– 5 – Kraftaverkið góða því hann gjörði, glaður mælti hann við manninn þá: „Þínar syndir þér skal fyrirgefa, þú skalt alheill ganga héðan frá.“
– 6 – Bæklun, sár og sorg, var óðar horfin, sængina hann glaður þaðan bar. Þeir sem sáu fóru furðu lostnir, fréttist víða allt sem gerðist þar.
Mark. 2.1-12 Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson
161. Þakkir
– 1 – Þakkir, fyrir hvern fagran morgun, þakkir, fyrir hvern nýjan dag. Þakkir, þú vilt mér lýsa, leiða lífs um æviveg.
– 2 – Þakkir, þú gefur góða vini, þakkir, Guð elskar sérhvern mann. Þakkir, að ég get endurgoldið og elsku veitt í mót.
– 3 – Þakkir, jafnt fyrir grát og gleði, þakkir, þú gefur styrk og þor. Þakkir, þú sorgir berð á burt og bætir angur allt.
– 4 – Drottinn, náð þín er veitt án enda, Drottinn, ég ávallt treysti þér. Drottinn, ó, Drottinn þér ég þakka að ég þakka kann.
Texti: Martin G. Schneider – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Martin G. Schneider
162. Þá nýfæddur Jesús
– 1 – Þá nýfæddur Jesús í jötunni lá á jólunum fyrstu, var dýrlegt að sjá. Þá sveimuðu englar frá himninum hans, því hann var nú fæddur í líkingu manns.
– 2 – Þeir sungu „hallelúja“ með hátíðarbrag: „Nú hlotnast guðsbörnunum friður í dag.“ Og fagnandi hirðarnir fengu að sjá hvar frelsarinn okkar í jötunni lá.
– 3 – Ég bið þig, ó, Drottinn, að dvelja mér hjá, að dýrðina þína ég fái að sjá. Ó, blessaðu, Jesú, öll börnin þín hér, að búa þau fái á himnum hjá þér.
Sb. 563 Texti: Björgvin Jörgensson Lag: William J. Kirkpatrick 1895
163. Þegar stormur stríður geisar
:,: Þegar stormur, þegar stormur stríður geisar allt um kring. :,: Ég veikur er, en víst mig ber hans voldug hönd að dýrðarströnd. Þegar stormur, þegar stormur stríður geisar allt um kring.
Mt. 8.23-27 Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
164. Þetta litla ljósið mitt
– 1 – Þetta litla ljósið mitt, það skal lýsa bjart. Þetta litla ljósið mitt, það skal lýsa bjart, lýsa bjart, lýsa bjart, lýsa bjart.
– 2 – Heima hjá (henni mömmu minni, pabba . . .) það skal lýsa bjart . . .
– 3 – Yfir alla (Reykjavík, Akureyri . . .) það skal lýsa bjart . . .
– 4 – Þar til Jesús sækir mig, það skal lýsa bjart . . .
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
165. Þú, Drottinn, átt það allt
– 1 – Þú, Drottinn, átt það allt, sem öðlumst vér á jörð. Hver gjöf og fórn, sem færum vér, er fátæk þakkargjörð.
– 2 – Vor eign og allt vort lán þér einum heyrir til. Þótt gætum vér það gefið allt, vér gerðum engin skil.
– 3 – Hér svíða hjarta sár, hér sveltur fátækt barn, og vonarsnauður villist einn um veglaust eyðihjarn.
– 4 – Að létta bróður böl og bæta raunir hans, að seðja, gleðja, græða mein sé gleði kristins manns.
– 5 – Vér trúum á þitt orð, þótt efi myrkvi jörð, að miskunn við hinn minnsta sé þér, mannsins sonur, gjörð.
Sb. 374 Texti: William W. How – Sigurbjörn Einarsson Lag: William H. Monk 1861
166. Þú ert Guð sem gefur lífið
– 1 – Þú ert Guð sem gefur lífið, góða jörð og nótt og dag. Þér til dýrðar syngjum saman sólarljóð og þakkarbrag.
– 2 – Undir blessun þinni búa blóm og dýr og allt sem er. Lífsins undur okkur gleðja, yndisleg úr hendi þér.
– 3 – Guð, sem færir fólki jarðar frelsi, gleði, brauð og hlíf, þakklát börn þín syngja saman sólarljóð um eilíft líf.
Sb. 704 Texti: Höfundur ókunnur – Jón Ragnarsson Lag: Claire Schmid
167. Þú ert þýðingarmikill
Viðlag :,: Þú ert þýðingarmikil(l). :,: því þú passar svo vel í faðm Guðs.
– 1 – :,: Mjó eins og þvengur, þykk eins og fjall eða mitt á milli. :,: Þú ert þýðingarmikil(l) . . .
– 2 – :,: Glaður sem lóa, leiður sem naut eða mitt á milli. :,: Þú ert þýðingarmikil(l) . . .
– 3 – :,: Fljót eins og síli, sein eins og lús eða mitt á milli. :,: Þú ert þýðingarmikil(l) . . .
Texti: Arne Höglund – Kristján Valur Ingólfsson Lag: Arne Höglund
168. Þú, Guð, sem fæðir fugla smá
– 1 – Þú, Guð, sem fæðir fugla smá fyrir’ oss munt einnig sjá.
– 2 – Fyrir heilsu, gleði, daglegt brauð við þökkum þér, ó, Guð Amen.
Texti: Höfundur ókunnur Lag: Höfundur ókunnur
169. Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher
– 1 – Þú, Guð, sem stýrir stjarnaher og stjórnar veröldinni, í straumi lífsins stýr þú mér með sterkri hendi þinni.
– 2 – Stýr mínu hjarta’ að hugsa gott og hyggja’ að vilja þínum, og má þú hvern þann blett á brott, er býr í huga mínum.
– 3 – Stýr minni tungu’ að tala gott og tignar þinnar minnast, lát aldrei baktal, agg né spott í orðum mínum finnast.
– 4 – Stýr minni hönd að gjöra gott, að gleði’ eg öðrum veiti, svo breytni mín þess beri vott, að barn þitt gott ég heiti.
– 5 – Stýr mínum fæti’ á friðar veg, svo fótspor þín ég reki og sátt og eining semji ég, en sundrung aldrei veki.
– 6 – Stýr mínum hag til heilla mér og hjálpar öðrum mönnum, en helst og fremst til heiðurs þér, í heilagleika sönnum.
– 7 – Stýr mínu fari heilu heim í höfn á friðarlandi, þar mig í þinni gæslu geym, ó, Guð minn allsvaldandi.
Sb. 357 Texti: Valdimar Briem Lag: William Gardiner 1812/Umbreytt 1859
170. Þú, sem gefur gleði og frið
– 1 – Þú, sem gefur gleði’ og frið, gestur okkar ver. Hér við borð þá höfum við helgistund með þér.
– 2 – Allar góðar gjafir þér, Guð, við þökkum nú. Fyrr en bænin beðin er blessun veitir þú.
Texti: Lilja S. Kristjánsdóttir Lag: Höfundur ókunnur
171. Þökk sé þér
– 1 – Þökk sé þér, ó, Guð Drottinn vor, því þú ert góður. Þökk sé þér, ó, Guð Drottinn vor. Hallelúja!
– 2 – Confitemini Domino quoniam bonus. Confitemini Domino. Alleluia!
Sb. 750 Lag: Jacques Berthier-Taizé
175. Barn þitt vil ég vera
Barn þitt vil ég vera víkja þér ei frá. Blítt þér vil ég bera það besta sem ég á, elsku mína alla. Innst úr hjarta mér andinn hrópar upp til þín: ,,Abba*, faðir”! Greitt það aldrei get ég sem gafstu fyrir mig, allt þitt líf og ást og trú. Ég elska þig.
* Abba er arameiskt orð sem merkir faðir eða pabbi. Jesús talaði arameisku og þetta orð kemur fyrir í Mark 14.36.
Texti: Þorvaldur Halldórsson Lag: Graham Kendrick
176. Bænin mín
– 1 – Kvölda tekur allt er hljótt húsið verður kyrrt og rótt. Skuggar ekki hræða mig góði Guð, ég treysti á þig.
Ég bið englana að passa mig, ég bið englana að passa, passa mig
– 2 – Mamma kyssir góða nótt mig má ekki dreyma ljótt. Ég horfi út um gluggann minn úti bíður nóttin dimm.
Ég bið englana að passa mig, ég bið englana að passa, passa mig.
– 3 – Þetta er litla bænin mín ég beini henni upp til þín. Þú vakir alltaf yfir mér og fyrir það ég þakka þér.
Ég bið englana að passa mig, ég bið englana að passa, passa mig.
Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright
177. Drottinn, miskunna þú oss
:,: Drottinn, miskunna, miskunna þú oss. :,: :,: Kristur, miskunna, miskunna þú oss. :,: :,: Drottinn, miskunna, miskunna þú oss. :,:
Texti: Messusöngur. Miskunnarbæn kirkjunnar (Kyrie) Lag: frá S-Afríku
179. Ég vil dvelja í skugga vængja þinna
– 1 – Ég vil dvelja í skugga vængja þinna, ég vil þiggja þann frið er færir þú. Nóttin kemur, en ég mun ekki hræðast er ég dvel í skugga vængja þinna. :,:Í skugga, í skugga, í skugga vængja þinna.:,
– 2 – Undir vængjum hans má ég hælis leita, trúfesti hans er skjöldur minn. Örvar fljúga, en ég mun ekki hræðast er ég dvel í skugga vængja þinna. :,:Í skugga, í skugga, í skugga vængja þinna.:,:
Texti: Sálm 91, Cathy Spurr – Gunnar Böðvarsson Lag: Debbie McNeil
180. Ég þekki Jesú
Ég þekki Jesú og tala oft við hann. Við erum afar góðir vinir. Hvert sem ég fer, þá fylgist hann með mér því Jesús hann elskar mig. :,:Hann elskar mig. Hann elskar mig. Jesús, hann elskar mig.:,:
Texti og lag: Helga Jónsdóttir
181. Fræ í frosti sefur
– 1 – Fræ í frosti sefur, fönnin ei grandar því. Drottins vald á vori vekur það upp á ný. Elska hans gefur öllu líf og skjól. Guðs míns kærleiks kraftur kom þú og ver mín sól.
– 2 – Drottinn dó á krossi, dæmdur og grafinn var. Sonur Guðs, er saklaus syndir hemsins bar. Móti hans elsku magnlaus dauðinn er. Kristur, með þinn kærleik kom þú og hjá oss. ver
– 3 – Hann var hveitikornið, heilagt lífsins sáð. Sent til vor að veita vöxt í ást og náð. Himnanna ljómi lýsir gröf hans frá. Kristur, lát þinn kærleik kveikja þitt líf oss hjá.
– 4 – Stundum verður vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, l jóssins Guð, í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra kom þú og ver oss hjá.
Texti: Frostenson – Sigurbjörn Einarsson Lag: Franskt lag
182. Fullar hendur af blómum þú hefur
– 1 – Fullar hendur af blómum þú hefur. Hvaða vinur hlýtur þau öll að gjöf? Út að gröf Jesú gekk ég með blómin, fann þá tóma gröf, hann lá ekki þar. :,:Hallelúja, hallelúja.:,:
– 2 – Fullur lofsöngs er líka þinn munnur. Hvaðan sprettur lofgjörðaróður þinn? Yfir gröfinni tómu ég gladdist. Hann, sem lifir, gefur mér fögnuðinn. Hallelúja, …
– 3 – Full af gleði’ eru augu þín orðin. Seg mér hvaða undur þú hefur séð. Ég sá ævinnar háleita markmið. Jesús breytir myrkri í ljós og yl. Hallelúja, …
– 4 – Jesús upprisinn okkar á meðal. Þú sem lifir, elskar og þjáist hér. Trúaraugu mín á þér ég festi, hönd og munn gjör einlæg í starfi’ og bæn. Hallelúja, …
Í v. 1 – 3 má láta einn hóp eða forsöngvara syngja fyrstu tvær línurnar en annan hóp eða forsöngvara syngja síðari tvær.
Texti: Lilja S. Kristjánsdóttir Lag: Marcello Giombini
183. Gleðifrétt
– 1 – Frelsarinn fæddist í fjárhúsi um nótt, l agður í jötuna, allt svo hljótt, ægisterk birta himninum á, er fjárhirðar fengu gleðifrétt þá. Stjörnubjart kvöld, syngjandi englafjöld.
Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörð.
– 2 – Hirðarnir halda til Betlehem þá, barnið með eigin augum að sjá, hús úr húsi með nýja von, finna loks kyrrláta móður og son. María hugleiddi orðin englanna.
Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörð.
Lúk 2 Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright
184. Guð er svo góður við alla
Í kirkjuskóla fáum að læra og lita og lögin um Jesú syngja og tjá. Því það er svo margt sem við viljum vita um verkin hans stór og smá. Því Guð er svo góður við alla og gott er að tala við hann um allt sem við erum að bralla. Við öllu hann svörin kann.
Texti og lag: Gunnar Rögnvaldsson
185. Góði faðir, gef oss frið
– 1 – Góði faðir, gef oss frið og göfga hug og sál. Glæð í hjarta trú og traust og tendra kærleiksbál.
– 2 – Góði Jesú, gef oss frið og gæt vor sérhvern dag. Í leik og starfi styður þú og styrkir allra hag.
– 3 – Helgur andi, fær oss frið og föllnum heimi grið, svo hér í sátt og samlyndi æ saman búum við.
Texti: Kristín Jóhannesdóttir Lag: Dorothy Christopherson
186. Guð, sem gefur lífið
– 1 – Guð, sem gefur lífið, ég gleðst og tilbið nafn þitt, öll máttarverk þín vitna um þig. Drottinn, dýrð sé þér.
– 2 – Kristur, þú sem kemur og kallar mig til fylgdar, af hjarta þér ég þjóna vil. Drottinn, dýrð sé þér.
– 3 – Andinn helgi, hreini, sem hjálpar mér að trúa, þú býrð í mér og blessar mig. Drottinn, dýrð sé þér.
Texti: Ólafur Jóhannsson Lag: frá Argentínu
187. Hönd í hönd
– 1 – Ég þarf ekkert að segja til að tala við hann, sem alltaf heyrir í mér. Guð hefur stund fyrir sérhvern mann, og alltaf til mín sér.
Viðlag Um lífsins veg, hönd í hönd, ég og Drottinn minn. Þó fari ég um ókunn lönd, hann hjá mér alltaf finn.
– 2 – Í amstri dags þó að Guði ég gleymi, hann man alltaf eftir mér. Í hjarta mínu ávallt ég geymi, Drottinn, mynd af þér.
Viðlag Um lífsins veg, hönd í hönd, ég og Drottinn minn. Þó fari ég um ókunn lönd, hann hjá mér alltaf finn.
Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright
188. Jesúbarnið
– 1 – Jesúbarn með blíðuhljóð þegar berast vögguljóð. Jesúbarn með bros til mín er ég bað til þín.
– 2 – Hlýddir þú á söngvaseið meðan sumarkvöldið leið. Færði móðir þín þér lag, sem þú söngst í dag?
– 3 – Léku englar lögin sín? Læddu þeir oft gjöf til þín? Söng þér einhver ástarróm, einhvern vinarhljóm?
– 4 – Jesúbarn sem gefur grið, öllum börnum ást og frið. Mega allir eiga þig eins og þú átt mig.
Texti: Höfundur ókunnur – Sigurður Ingólfsson Lag: Gene Grier og Lowell Everson
189. Láttu nú ljósið þitt
– 1 – Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús, mæti.
– 2 – Eins láttu ljósið þitt lýsa í hjarta mitt, skína í sál og sinni, sjálfur vaktu þar inni.
– 3 – Lát húmið milt og hljótt hlúa að mér í nótt og mig að nýju minna á mildi arma þinna.
– 4 – Ég fel minn allan hag einum þér nótt sem dag, ljósið af ljósi þínu lifi í hjarta mínu.
Texti: 1. vers höf. ók. 2.-4. vers Sigurbjörn Einarsson Lag: Kirstín Erna Blöndal
190. Leitið hans ríkis
– 1 – Leitið hans ríkis og réttlætis nú, ríkis Guðs föður á himnum. Allt annað Guð oss þá gefur í trú. Hallelú, hallelúja.
– 2 – Þegar þér safnist hér saman á jörð, sjálfur þá kem ég til yðar. Bænir ég heyri frá heilagra hjörð. Hallelú, hallelúja.
– 3 – Ekki af brauðinu einu á storð eingöngu lifað vér fáum. Heyra vér þurfum Guðs heilaga orð. Hallelú, hallelúja.
Texti: Mt. 6:33 – Jónas Gíslason Lag: Karen Lafferty
191. Lífsins ljósið mitt
– 1 – Þú blessar mig og alla mína, lífsins ljósið mitt. Hjálpa mér þér ei að týna, ég vil muna nafnið þitt.
Viðlag Við syngjum saman, hallelúja, öll í kór, við syngjum saman, þín blessun er svo stór.
– 2 – Þegar blæs á móti mest, hugsa ég til þín. Og þegar lífið er mér best, þín blessun við mér skín.
Viðlag Við syngjum saman, hallelúja, öll í kór, við syngjum saman, þín blessun er svo stór.
Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright
192. Lofgjörð dýranna
– 1 – Ef ég væri fiðrildi mynd’ ég þakka þér Guð mína fögru vængi. Og ef ég væri þröstur í tré, þér látið gæti minn lofsöng í té. Og ef ég væri fiskur í sæ, ég sporðinum vinkað, til Guð þín ég fæ. En þökk þér, faðir, þú gjörðir mig eins og ég er.
Viðlag Því þú gafst mér nýtt hjarta, gleðin svellur í mér. Þú gafst mér Jesú og nú Guðs barn ég er. En þökk þér, faðir, þú gjörðir mig eins og ég er.
– 2 – Ef ég væri Afríkufíll, ég rananum lyfti í þakkargjörð. Og ef ég væri krókódíll, þá fengir þú stærsta bros á jörð. Og ef ég væri kengúra, ég hoppa myndi upp til þín HÚRRA! En þökk þér, faðir, þú gjörðir mig eins og ég er.
Viðlag Því þú gafst mér nýtt hjarta, gleðin svellur í mér. Þú gafst mér Jesú og nú Guðs barn ég er. En þökk þér, faðir, þú gjörðir mig eins og ég er.
– 3 – Breyttist ég í iðandi orm, ég óðara fengi frá þér nýtt form. Og ef ég væri belja á bás, af bauli til þín ég yrði hás. Og ef ég væri loðinn ísabjörn, ég þakka myndi þér mína góðu kuldavörn. Þökk þér, faðir, þú gjörðir mig eins og ég er.
Viðlag Því þú gafst mér nýtt hjarta, gleðin svellur í mér. Þú gafst mér Jesú og nú Guðs barn ég er. En þökk þér, faðir, þú gjörðir mig eins og ég er.
Texti og lag: Ernie Rettino Þýðing: Hjálmar Guðnason
194. Megi gæfan þig geyma
Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa sigurlag. Megi sól lýsa þína leið, megi ljós þitt skína sérhvern dag. Og bænar bið ég þér, að ávallt geymi þig Guð í hendi sér.
Texti: Bjarni Stefán Konráðsson Lag: frá Írlandi
195. Móses
– 1 – Móses flaut í tágakörfu niður Nílar á svo hermenn eigi næðu hann að særa, frá árbakkanum stóra systir sá hvað gerðist þá, ung kona lét sér barnið færa.
Viðlag Úr sefi fékkstu nýja von, Móses. Þú munt lifa sem konungsson, Móses. Úr sefi fékkstu nýja von, Móses. Þú munt lifa sem konungsson.
– 2 – Konungsdóttir gaf þar litlu barni nýja von. Mirjam sendi góða stúlku að finna, Upp úr vatni stuttu seinna veiddi lítinn son, sem móðir aftur fengi nú að sinna.
Viðlag Úr sefi fékkstu nýja von, Móses. Þú munt lifa sem konungsson, Móses. Úr sefi fékkstu nýja von, Móses. Þú munt lifa sem konungsson.
Önnur Mósebók 2 Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright
197. Ó, syng Drottni söng
– 1 – :,:Ó, syng Drottni söng á sérhverjum degi,:,: ó, syng Drottni söng, ó, syng Drottni söng.
– 2 – :,:Heyr söngvanna hljóm til dásemdar Drottni,:,: heyr söngvanna hljóm, heyr söngvanna hljóm.
Auðvelt er að bæta við fleiri erindum.
Texti: 1. erindi Kristín Jóhannesdóttir 2. erindi Ólafur Haukur Árnason Lag: frá Brasilíu
198. Sjá ljóma yfir húmsins höf
– 1 – Sjá ljóma yfir húmsins höf í heiði sól með lífsins gjöf, er skín í dag frá Drottins gröf. Hallelúja, hallelúja, hallelúja, hallelúja. Vér miklum þig Kristur Maríuson.
– 2 – Hann hefur sjálfan dauðann deytt, hans dimmu nótt og broddum eytt og krossins þraut í blessun breytt. Hallelúja, …
– 3 – Nú fagna þeir, sem þekkja hann, og þakka stríðið sem hann vann til lausnar fyrir fallinn mann. Hallelúja, …
– 4 – sælli gleði syngjum vér þeim sigri lof, sem fenginn er, og segjum: Drottinn, dýrð sé þér! Hallelúja, …
– 5 – Já, dýrð sé þér, Guðs þrenning há. Lát þína elsku sigri ná í hjarta manns sem hinum á. Hallelúja, …
Texti: Sigurbjörn Einarsson með hliðsjón af þýskum texta Lag: Hjá Cyriacus Spangenberg 1568
199. Takk
– 1 – Takk fyrir mömmu og takk fyrir pabba minn. Takk fyrir trúna og kærleikann þinn.
Viðlag Takk fyrir þetta allt, já, takk fyrir lífið sem gefur svo margt.
– 2 – Takk fyrir róló og takk fyrir krakkana. Takk fyrir alla sem passa upp á mig.
Viðlag Takk fyrir þetta allt, já, takk fyrir lífið sem gefur svo margt.
– 3 – Takk fyrir brauðið og takk fyrir ostinn, já, takk fyrir mjólkina. Takk fyrir mig.
Viðlag Takk fyrir þetta allt, já, takk fyrir lífið sem gefur svo margt.
– 4 – Takk fyrir fuglana. Takk fyrir fiskana. Takk fyrir kisu sem leikur við mig.
Viðlag Takk fyrir þetta allt, já, takk fyrir lífið sem gefur svo margt.
Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright
200. Tveir englar
– 1 – Tveir englar horfa heiminn á því himna drottinn sendi þá að flytja boðskap frelsarans og feta hér í sporin hans.
– 2 – Þeir villast oft því vandi er að vera’ á ferð er rökkva fer. En bliki stjarna’ á himni hátt þeir halda stefnu’ í rétta átt.
– 3 – Þeir birtast þar sem börn sjá til og bera með sér ljós og yl. Svo þegar allt er orðið hljótt menn undrast þessa helgu nótt.
– 4 – Tveir englar horfa heiminn á. Þeir komu hingað til að sjá í vetrar myrkri vonar sól. Nú verða aftur haldin jól.
Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Lag: Sigurður Flosason
201. Vinur minn
– 1 – Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með. Í stórum hóp, inn um hlátrasköll, geta ævintýrin skeð. Svo vertu velkominn, nýi vinur minn. Það er skemmtilegast að leika sér þegar allir eru með.
– 2 – Það er ótrúlegt hverju lítið bros fengið getur breytt Getur glatt og huggað jafnvel þá sem við þekkjum ekki neitt. Svo vertu velkominn, nýi vinur minn. Það er ótrúlegt hverju lítið bros fengið getur breytt.
Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright
202. Þennan dag
– 1 – Þennan dag, dýrðardag, syng ég sönginn minn: Guðs sonur gaf mér líf! Þennan dag, drottins dag, heyrist hljómurinn: Guðs sonur gaf mér líf! Og laus við syndir sál mín er því sanna trú hann færði mér. Þann dag, daginn þann, Guðs sonur gaf mér líf!
:,:Hallelúja.:,:
– 2 – Þennan dag, dýrðardag, s yngjum sæl og glöð: Guðs sonur gaf mér líf! þennan dag, drottins dag, förum fremst í röð: Guðs sonur gaf mér líf! Og laus við syndir sál mín er því sanna trú hann færði mér. Þann dag, daginn þann, Guðs sonur gaf mér líf!
:,:Hallelúja.:,:
Texti: Michael Jothen – Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Lag: Michael Jothen
203. Örkin hans Nóa
– 1 – Nói og frú í bát byggðu bú, höfðu sér hjá, dýrin stór og smá.
– 2 – Flugur tvær, örlitlar þær, við skapstóra önd, mynda vinabönd.
– 3 – Eitt, tvö svín, bleik og fín, lítil og mjó, kolsvört könguló.
– 4 – Næst fara á stjá, fiðrildi blá, api sem hlær, og fíll með feitar tær.
– 5 – Er aftur varð þurrt, og illskan á burt, regnbogi þá, birtist himni á.
Fyrsta Mósebók 6 og 7 Texti og lag: Hafdís Huld Þrastardóttir og Alisdair Wright