23. Að fylgjast með börnum

1
Að fylgjast með börnum er foreldrum tamt,
er Jesús var tólf ára týndist hann samt.
Að Jósef og Maríu söknuður svarf,
þau sögðu: Við borgarhliðið hann hvarf!
Og skelkuð María skimar.
Af skelfingu Jósef svimar.

2
En vandinn er mikill og villugjörn borg,
sem völundarhús eru stræti og torg.
Sko, hér hleypur Jósef með hjartslátt og sting,
og hér leitar María, gáir í kring,
þau leita sundur og saman
því svona er ekkert gaman.

3
Í musteri Guðs þau um síðir hann sjá,
af fögnuði hjörtun nær hættu að slá,
í hjarta sem Maríu sárlega sveið
hún sannarlegt móðurstolt finnur um leið:
Við rabbína er hann að ræða
um röksemdir guðlegra fræða.

4
Þau spurðu hví hefði hann farið þeim frá.
„En föður míns hús er það“, svarar hann þá,
„og Guðs son skal koma í Guðs eigið hús“.
Þá glöddust þau bæði og kysstu hann fús,
og án þess í móinn að malda
þau heimleiðis síðan halda.

5
Og Jósef var þreyttur en sælt var hans sinn
og sólskinið þerrði brátt Maríu kinn,
og gleðin er mikil og gott er nú það
að heimleiðis saman þau halda af stað.
Þótt Guðs vilja rétt sé að gera
er gott aftur saman að vera.

Texti: Johannes Møllehave – Böðvar Guðmundsson
Lag: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson

To Top