Eitt sinn er Jesús var á ferð kom hann auga á mann. Sá hét Matteus. Hann sat fyrir utan tollbúð og tók við greiðslu af öllum þeim sem komu með vörur til bæjarins. Stundum lét hann og aðrir tollheimtumenn fólk borga of mikið. Þeir tóku þá afganginn handa sjálfum sér. Þess vegna var fólki svona illa við þá. En Jesús sagði við hann: ,,Fylgdu mér!”
Hann yfirgaf vinnu sína eins og skot og fylgdi Jesú.
Seinna var Jesú boðið í mat heim til Matteusar. Þangað komu margir aðrir tollheimtumenn til að borða með þeim.
Þetta sáu farísearnir, en þeir vildu fylgja lögmálinu mjög nákvæmlega. Það stóð skrifað í lögmálinu að menn ættu ekki að vera með syndurum.
Þess vegna sögðu þeir við lærisveinana: ,,Hvernig getur meistari ykkar borðað með svona mönnum?”
Jesús heyrði hvað þeir sögðu og svarði: ,,Þeir sem eru heilbrigðir þurfa ekki að fara til læknis heldur þeir sem eru veikir. Ég er kominn til þeirra sem þurfa á fyrirgefningu að halda.”
Jesús var valdi sér tólf lærisveina. Þegar voru komnir þeir Símon, sem Jesús gaf síðan nafnið Pétur, og þá Andrés, Jakob og Jóhannes, Filippus og Matteus. Nú bættust þessir við: Tómas, Bartólómeus, Jakob Alfeusson, Símon, Taddeus og Júdas Ískaríot. En hann átti líka aðra vini sem fylgdu honum á ferðum hans og þar á meðal voru margar konur.