Við berum virðingu fyrir sjálfum okkur til dæmis þegar við hugsum vel um líkamann okkar. Þegar við borðum hollan mat, þvoum okkur, burstum tennurnar, hreyfum okkur og klæðum okkur eftir veðri.
Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum til dæmis þegar við hegðum okkur vel. Þegar við hlustum á eitthvað fallegt, lesum eitthvað fallegt og eða horfum á eitthvað sem er gott. Við berum líka virðingu fyrir okkur þegar við hugsum fallega til okkar sjálfra. Við berum virðingu fyrir okkur sjálfum þegar við erum heiðarleg og stöndum við orð okkar.
Við berum virðingu fyrir öðrum þegar við erum kurteis. Kurteisi kostar ekkert.
Við berum virðingu fyrir öðrum þegar við tölum fallega um aðra og þegar við tölum fallega við aðra.
Við berum virðingu fyrir öðrum þegar við leyfum þeim að vera með okkur í leik.
Góði Guð, hjálpaðu okkur að bera virðingu fyrir sjálfum okkur og líka fyrir öðrum. Amen