Jafnrétti er þegar allir eiga jafnan rétt.
Allir eru jafnmikilvægir og jafnmerkilegir, hvort sem þeir eru íslenskir eða útlenskir, stelpur eða strákar, hvernig sem hörundslitur þeirra er, hvar sem þér búa og hvernig svo sem þeir lifa lífinu sínu.
Við viljum öll búa við öryggi og frið.
Við veitum öðrum jafnan rétt á við okkur sjálf þegar við erum heiðarleg, sýnum öðrum virðingu og erum réttlát.
Góði Guð, hjálpaðu okkur að muna eftir því að allt fólk hefur jafnan rétt. Amen