Dýrmæta perlan

Matt.13:45-46

Einu sinni var ríkur kaupmaður. Hann vann við það að kaupa og selja hluti.
Hann átti fínan skinnjakka og hatt með stórri fjöður. Honum þótti afar vænt um hattinn sinn.

Kaupmaðurinn átti heima í stóru húsi. Það var á fimm hæðum og í garðinum var fiskitjörn með gosbrunni. Í húsinu voru fimmtán herbergi full af húsgögnum. Hann átti allt sem hann gat hugsað sér.

Hann átti fjórar frystikistur fullar af mat og þrjá ísskápa fulla af gosi. Og undir dýnunni hans eru meiri peningar er hægt er að ímynda sér. Já miklu meiri!

Þessi kaupmaður átti allt sem hugsast gat, alveg þar til dag einn þegar hann sá afar dýrmætan hlut í búðarglugga.  Þetta var alveg sérstakur hlutur. Þetta var skínandi hvít perla.

Kaupmaðurinn fór inn í búiðina til að spyrja hvað perlan kostaði.

,,Hún kostar fimmhundruð milljónir, sagði maðurinn í búðinni.

Fimmhundurð milljónir! Það voru miklu meiri peningar en kaupmaðurinn hafði undir dýnunni sinni. Hann langaði meira í þessa perlu en allt í veröldinni.

Hann flýtti sér heim.  Honum hafði dottið snjallræði í hug. Hann seldi húsgögnin, ísskápana og frystikisturnar, sem voru fullar af mat. Hann seldi húsið sitt, gosbrunninn og fiskitjörnina. Hann seldi fína skinnjakkann…en hattinn með fjöðrinni vildi hann ekki selja því honum þótti vænst um hattinn sinn.

Hann fékk síðan lánaðar hjólbörur, batt saman peningana og hélt af stað í búðina til að kaupa perluna.

En þegar hann var kominn í búðina kom í ljós að það vantaði 600 krónur.

-Þú getur selt mér hattinn þinn fyrir 600 krónur, sagði maðurinn í búðinni.

Kaupmaðurinn hló. Hann lét manninn fá hattinn og í staðinn fyrir alla peningana og hattinn fékk hann dýrmætu perluna.

Húrra! Loksins á ég perluna! Hrópaði hann.

Jesús segir: Guð er eins og þessi perla. Hann er meira virði en allt í heiminum.

To Top