http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/11/hvareruhinirniu.mp3
Lúkas 17:11-19
Jesús var á leiðinni til Jerúsalem. Þegar hann kom inn í þorp nokkurt varð á vegi hans hópur tíu holdsveikra manna. En holdsveikir fengu ekki að búa með öðru fólki því sjúkdómurinn var smitandi.
Mennirnir námu staðar skammt frá Jesú og hrópuðu til hans:,,Jesús, meistari, hjálpaðu okkur!”
Hann sagði við þá:,,Farið og sýnið ykkur prestunum!”
Þegar þeir voru á leiðinni þangað urðu þeir heilbrigðir! Holdsveikin hvarf með öllu af þeim.
Einn þeirra sneri aftur til Jesú. Hann lofaði Guð hástöfum og fleygði sér að fótum Jesú og þakkaði honum.
Hann var Heilbrigður! Sjúkdómurinn hræðilegi var á bak og burt!
Jesús spurði:,,Urðu þeir ekki allir tíu heilbrigðir? Hvar eru hinir níu? Er það bara þessi útlendingur sem snýr aftur til að þakka Guði?”
Jesús sagði við manninn:,,Stattu upp og farðu leiðar þinnar. Trú þín hefur hjálpað þér.”