Jesús kennir lærisveinum sínum að biðja

Matteusarguðspjall 6:5-14

Einu sinni komu lærisveinarnir til Jesú og sögðu við hann: -Viltu kenna
okkur að biðja? Þeir höfðu nefnilega oft tekið eftir því að Jesús var að biðja.
Jesús settist hjá lærisveinunum og sagði við þá:  Bænin þarf ekki að vera
löng. Hún má vera einföld og skýr. Guð heyrir bænir þótt þær séu hreinlega bara stuna eða andvarp.
Guð hlustar ekki bara á orðin okkar. Guð hlustar eftir því hvernig okkur
líður. Ein lítil stuna berst eyrum Guðs.
En það er gott að kunna bænir. Þá er maður að setja hugsanir sínar í orð.
Jesús kenndi lærisveinum sínum bæn sem heitir Faðir vor.
Hún er svona:

Faðir vor, þú sem ert á himnum.
Helgist þitt nafn, til komi þitt ríki,
verði þinn vilji, svo á jörðu sem á himni.
Gef oss í dag vort daglegt brauð.
Fyrirgef oss vorar skuldir,
svo sem vér og fyrirgefum
vorum skuldunautum.
Og eigi leið þú oss í freistni,
heldur frelsa oss frá illu.
Því að þitt er ríkið, mátturinn og dýrðin
að eilífu.
Amen.

Margir krakkar kunna þessa bæn. Kannt þú Faðir vor?

To Top