Matteus 14:3-21
Þegar Jesús fór eitt sinn yfir Galíleuvatnið fylgdi honum mikill fjöldi manna. Fólkið vildi hlusta á hann og það sá að Jesús gat læknað. Jesús fór upp á fjallið ásamt lærisveinum sínum. Fólkið sem þarna var skipti þúsundum!
Jesús sagði við Filippus:,,Hvar eigum við að fá mat handa öllu þessu fólki?”
Brauð handa svona mörgum! Það var ómögulegt!
Filipus svaraði: ,,Brauð fyrir tvö hundruð denara myndi ekki einu sinni duga þó allir fengju aðeins lítinn bita.”
Þá sagði Andrés: ,,Hér er drengur. Hann er með fimm brauð og tvo fiska. En það dugar nú skammt.”
Já, brauð drengsins og fiskarnir hans hrukku nú skammt til að seðja hungur mannfjöldans. En Jesús bað alla um að setjast í grasið. Síðan tók hann brauðið, gerði Guði þakkir, og deildi þvi út meðal fóksins. Allir fengu brauð og fisk; fékk hver eins mikið og hann vildi. Allir borðuðu og urðu mettir.
Jesús bað lærisveinana að fleygja ekki neinu:,,Safnið saman öllu því sem gengur af svo ekkert fari til spillis.”
Lærisveinarnir hlýddu orðum hans. Þeir söfnuðu saman öllu brauðinu sem var afgangs og fylltu tólf körfur.
Mennirnir tóku nú að skilja hver Jesús var. Hann var Messías, sá sem Guð hafði lofað að senda. Nú vildu þeir gera hann að konungi.
En Jesús vildi vera einn. Hann fór ofar í fjallið.