Jesús stillir storminn

Lúkasarguðspjall:8:22-25

Dag nokkurn vildi Jesús fara yfir um Galíleuvatnið.  Hann steig um borð í bát og lærisveinarnir fóru með honum. Skyndilega gerði mikinn storm og öldurnar gengu yfir bátinn sem veltist um í rótinu og  nær fylltist. Þeir voru komnir í sjávarháska og urðu frávita af skelfingu.

En Jesús svaf værum svefni í skuti bátsins.

Lærisveinarnir vöktu hann.

,,Hjálpaðu okkur,” hrópuðu þeir ,,við förumst!”

Jesús spurði þá: ,,Hvers vegna eruð þið hræddir?”

Síðan stóð hann upp í bátnum og hastaði á storminn og öldurnar.

Og storminn lægði á augabragði og vatnið kyrrðist.

Jesús spurði lærisveinana: ,,Hvar er trú ykkar?”

En lærisveinarnir urðu forviða og hræddir. Þeir sögðu hver við annan: ,,Hver er hann? Jafnvel stormur og öldur hlýða honum.”

To Top