Konan við brunninn

Jóhannesarguðspjall 4:5-30

Einu sinni var samversk kona að ausa vatni upp úr brunni.
Þá kom Jesús gangandi að. Hann var mjög þyrstur.
Þegar konan sá Jesú varð hún feimin. Hún var viss um að Jesús mundi ekki vilja tala við hana.
En Jesús talaði við konuna. Hann bað hana að gefa sér vatn að drekka úr brunninum.
Konan gaf Jesú vatn að drekka.
Þá sagði Jesús við konuna: Sá sem drekkur þetta vatn verður aftur þyrstur en ég get gefið þér
vatn lífsins. Sá sem drekkur af því verður aldrei framar þyrstur.
Hvað ætli Jesús hafi átt við með því?

To Top