Saga hirðanna

http://barnatru.is/wp-content/uploads/2009/12/hridarnir1.mp3

Nótt eina voru hirðar úti í haga skammt frá Betlehem og gættu þeir hjarðar sinnar. Skyndilega varð himinninn albjartur sem dagur væri og engill stóð fyrir framan þá. Hirðarnir urðu mjög hræddir.

Engillinn mælti: ,,Verið ekki hræddir. Ég flyt ykkur miklar gleðifréttir, sem allir munu fagna. Í dag er frelsari fæddur í Betlehem. Hann er Messías, Drottinn. Og þetta er merkið sem þið skuluð fara eftir: Þið munið finna ungbarn í jötu.”

Skyndilega var með englinum fjöldi annarra engla sem lofuðu Guð og sögðu:

Dýrð sé Guði í upphæðum
og friður á jörðu hjá þeim mönnum
sem hann elskar.

Þegar englarnir voru farnir frá þeim til himna sögðu hirðarnir hver við annan: ,,Við skulum fara til Betlehem og sjá það sem hefur gerst og Drottinn lét okkur vita um.”

Þeir héldu af stað í skyndi og fundu Maríu og Jósef og nýfædda barnið sem lá í jötu. Þegar þeir höfðu séð allt þetta sögðu þeir frá því sem englarnir höfðu sagt þeim um þetta barn. Allir þeir sem hlýddu á hirðana urðu forviða yfir frásögn þeirra. María hlustaði vel á og geymdi hvert orð í hugskoti sínu. Hún leiddi oft hugann að því hvað þetta þýddi.

Hirðarnir sneru aftur til hjarðar sinnar og þökkuðu Guði fyrir það sem þeir höfðu séð og heyrt. Allt var þetta eins og englarnir höfðu sagt.

To Top