Jóhannesarguðspjall 4:1-29
Stundum hugsuðu vinir Jesú um hvað þeir fengju að launum fyrir að hafa yfirgefið allt og fylgt honum. Þeir voru jú fyrstir til að trúa á hann.
Þegar Pétur spurði að þessu þá svaraði Jesús með eftirfarandi sögu:
Það er snemma morguns. Sólin er nýkomin upp, en nú þegar er mikið um að vera á markaðstorginu. Þar stendur stór hópur manna sem vonast til að fá vinnu í dag. Það er uppskerutími og það þýðir að það verður nóg vinna. Þess vegna eru þeir hressir og vongóðir. Nú fara fyrstu bændurnir að koma til að útvega sér verkamenn.
Einn bændanna á stóran víngarð. hann lítur í kringum sig á torginu. Hann gáir að því hvort þarna séu einhverjir duglegir karlar sem gætu hjálpað honum með uppskeruna. Ekki líður á löngu áður en hann hefur ráðið hóp manna. Hann semur við þá um laun fyrir daginn og þeir eru ásáttir með það.
Verkamennirnir eru ánægðir, þeir sjá fram á langan vinnudag og góð laun. Verkstjórinn segir þeim hvað þeir eiga að gera. Þrúgurnar eru þroskaðar og það þarf að tína þær strax. Síðan þarf að pressa þær og hella safanum í ámur.
Þegar vinnan er komin í fullan gang kemur eigandinn til verkstjórans og þeir spalla saman um það hvernig verkinu miðar. Þeir sjá að það þarf fleiri verkamenn.
Víngarðseigandinn ákveður því að halda aftur niður á torg til að reyna að fá fleiri verkamenn. Þar eru margir að leita að vinnu og hann velur þá sem honum líst best á og segir þeim hvaða kaup þeir muni fá.
Mennirnir verða mjög glaðir yfir að fá vinnu.
Nýju verkamennirnir koma í víngarðinn og verkstjórinn segir þeim hvað þeir eiga að gera. Þeir hafðjast nú þegar handa. Klukkan er bara níu og þeir hafa samið um góð laun.
Sólin stígur hærra á himininn. Það verður heitt í dag. En vinnan gengur vel. Það vantar fleiri verkamenn, sterka menn til að bera körfurnar með þrúgunum að pressunum og pressa þær.
Nú er allt rólegra á torginu. Aðeins fáir bíða þar eftir vinnu. Víngarðseigandinn býður nokkrum þeirra vinnu hjá sér og segir að þeir verði áreiðanlega ánægðir með kaupið. Þeir verða kampakátir. Þetta er ótrúlegt, klukkan að verða tólf og þeir sem voru búnir að gefa upp alla von um að fá vinnu í dag!
Verkstjórinn setur þessum nýkomnu mönnum fyrir verkefni.
Þeir eru ánægðir. Þó er það erfitt verk að pressa safann úr berjunum, en þegar safinn fer að renna úr pressunni fyllast þeir mikilli gleði og fara að syngja hástöfum fjöruga söngva.
Víngarðseigandinn kemur í víngarðinn sinn til að sjá hvernig gengur. Hann heyrir glaða söngva verkamannanna, þeir eru svo glaðir og þakklátir yfir að hafa fengið vinnu í dag. Víngarðseigandinn hugsar til þeirra sem enga vinnu hafa fengið og standa kannski enn á torginu.
Hugsuninn lætur hann ekki í friði. Hann fer aftur niður á torg. Þar eru tveir menn sem standa vondaufir og bíða. Víngarðseigandinn gengur til þeirra:
,,Hvers vegna standið þið hér enn?” ,,Já, það er spurningin,” stynur annar þeirra. ,,Enginn hefur ráðið okkur.” ,,Komið þið bara í víngarðinn minn! Þið fáið áreiðanlega nóg að ger til kvölds og sæmileg laun.”
Mennirnir líta undrandi hvort á annan, en svo rjúka þeir strax af stað. ,,Þið gefið ykkur bara fram við verkstjórann!” kallar eigiandinn á eftir þeim. Þeir snúa sér við og veifa honum brosandi.
Verkstjórinn er undrandi þegar þeir koma í garðinn. En hvað um það, nóg er vinnan þótt áliðið sé dags. Hann sýnir þeim hvað þeir eiga að gera og þeir taka þegar til hendinni.
Hinir verkamennirnir eru hissa. Hvað eru þessir að vilja svona seint? Það mesta og erfiðasta er þegar búið.
Tíminn líður hratt. Nú er komið kvöld. Eigandinn kallar á verkstjórann og ræðir við hann.
Eigandinn er greinilega glaður og ánægður, en verkstjórinn verður meira en lítið hissa þegar hann heyrir hvað eigandinn ætlar sér að gera. Verkstjórinn fer svo inn að sækja peningana til að geta borgað út og verkamennirnir eru kallaðir saman.
Þeir koma úr öllum áttum, þreyttir og sveittir eftir erfia vinnu dagsins. En þeir eru glaðir yfir vel unnu verki. Verkstjórinn er kominn með peningakassann og hann biður menn að raða sér upp. Þeir sem komu fyrst eiga að standa fremst í röðinni. Það geta allir skilið. Þeir bíða stoltir og eftirvæntingarfullir.
Hinir fyrstu koma til verkstjórans og fá launin sín, eins og þeir höfðu samið um við eigandann.
Svo kemur næsti hópur. Þeir fá líka full daglaun, jafnmikið að þeir fyrstu. Þeir hljóta að vera ánægðir með það! Og svo kemur þriðji hópurinn. Þeim til mikillar furðu fá þeir líka full laun. ,,Bíddu, er þetta ekki…?” ,,Nei,” segir verkstjórinn hlæjandi. ,,Þetta á að vera svona!” Þetta er ótrúlegt.
Loks koma þeir sem síðastir fengu vinnu. Þeir hafa tekið eftir þessu öllu og séð hve verkamennirnir eru hissa – en þeir komu svo seint. Þeir fá bara eitthvað lítið borgað. En þeir fá full daglaun líka! Þeir trúa ekki sínum eigin augum og eyrum.
Eigandinn brosir: ,, Svona á það að vera. ,,Þeir sem fyrstir komu hórfa á þetta með sívaxandi undrun, sem breytist í reiði. ,, Við mótmælum þessu! Þessir þarna, sem hafa varla gert handtak í dag, hafa fengið jafnmikið og við. Þetta gengur ekki.”
Eigandinn lítur undrandi á mennina. ,,Hef ég tekið eitthvað frá ykkur? Sömdum við ekki um kaupið? Ræð ég ekki hvað ég geri við mína peninga? Eða eruð þið reiðir við mig vegna þess að ég er góðgjarn?”
,,Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir,” sagað Jesús.