304232_9894[1]Við eigum öll skilið að hafa það jafngott.  Þannig er réttlætið.

Allir eiga til dæmis að hafa nóg að borða.

Ef einhver á ekki nóg að borða, þá verða hinir að gefa með sér.

Lífið á jörðinni væri mikið betra ef allir myndu passa upp á jöfnuðinn.

Þeir sem eiga nóg- eiga að gefa með sér.

Það eru margar leiðir til þess að gefa:

Við bendum til dæmis á Hjálparstarf kirkjunnar.

Hjálparstarf kirkjunnar styður fólk sem er fátækt bæði hér á Íslandi og í öðrum löndum. Með því að gefa pening í söfnun Hjálparstarfsins getum við glatt marga og lagt okkar að mörkum við það að allir jarðarbúar hafi það jafngott.

Góði Guð, hjálpaðu okkur að styðja og styrkja alla þá sem þurfa á hjálp að halda. Amen

To Top