164783_5658[1]Hvað er lýðræði?

Lýðræði er þegar við öll fáum að ráða saman.

Það er ekki réttlátt að einhver einn ráði öllu. Þess vegna er svo mikilvægt að allir hafi frelsi til að segja hvað þeim finnst og hvað þeir vilja.

Börn geta sýnt lýðræði þegar þau eru að leika  hvort við annað. Í lýðræði getur enginn sagt: Pant ráða öllu! Við verðum að virða jafnréttið og leyfa öllum að koma sér saman um hlutina.

Góði Guð, verndaðu lýðræðið á Íslandi. Hjálpaðu okkur að koma okkur saman um hlutina. Amen

To Top