141060_9509[1]Hvað í veröldinni er sjálfbærni?

Sjálfbærni er á vissan hátt það að geta bjargað sér sjálfur.

Við þurfum að fara vel með landið okkar og sjóinn í krinum landið- því landið okkar  og sjórinn gefur okkur nægan mat.

Börn geta farið vel með landið til dæmis með því að ganga vel um og henda ekki rusli út um allt.

Það eru margar leiðir til sem börn geta farið. Rusl er óvinur náttúrunnar. Þess vegna er svo sniðugt að flokka ruslið niður. Sumt rusl eyðist í náttúrunni án þess að gera henni mein en annað rusl mengar og skemmir náttúruna.

Sumt rusl er hægt að fara með í endurvinnsluna. Í endurvinnslunni er ruslinu breytt í nytsamlega hluti.

Höldum Íslandi hreinu og fallegu og þá er auðveldara fyrir Ísland að útvega okkur nægan mat svo enginn þurfi að vera svangur.

Góði Guð, hjálpaðu okkur að gæta gjafa þinna og fara vel með jörðina sem þú skapaðir. Amen

To Top