Andinn er mér sendur, atlot hans ég finn. Hann er Guð, sem hefur hjá mér bústað sinn. Andinn er að verki ei þótt sjáist hann. Ef ég finn til ótta Andinn huggar mann. Texti: Svavar A. Jónsson Lag: Erhard Wikfeldt 1958
Read More
1 Amen (5x) :,:Innst í mínu hjarta skal ljósið lýsa bjart.:,: :,:lýsa bjart.:,: 2 Yfir allan heiminn . . . 3 Yfir alla kirkjuna . . . 4 Yfir allt Ísland . . . 5 Yfir alla (Reykjavík, Ísafjörð, sveitina, skóla, heimili, fjölskyldu o.s.frv.) Texti: Höfundur ókunnur Lag: afrískt-amerískt
1 Að fylgjast með börnum er foreldrum tamt, er Jesús var tólf ára týndist hann samt. Að Jósef og Maríu söknuður svarf, þau sögðu: Við borgarhliðið hann hvarf! Og skelkuð María skimar. Af skelfingu Jósef svimar. 2 En vandinn er mikill og villugjörn borg, sem völundarhús eru stræti og torg. Sko, hér hleypur Jósef með […]