Hús á bjargi

Jesús sagði lærisveinum sínum þessa sögu:

,,Sá sem hlustar á mig og fer eftir orðum mínum er líkur hyggnum manni sem reisti hús sitt á bjargi. Það hellirigndi, vatnið flæddi og stormur æddi og skók húsið. En húsið haggaðist ekki því það var reist á bjargi.

Sá sem hlustar á mig en fer ekki eftir orðum mínum er líkur heimskum manni sem reisti hús sitt á sandi. Það hellirigndi, vatnið flæddi og stormur æddi og skók húsið. Húsið hrundi til grunna og fall þess var mikið.”

To Top