Jesús og börnin

Lúkasarguðspjall 9. 46-48

Margir foreldrar höfðu heyrt Jesú tala um Guð og séð hann hjálpa mönnunum. Þess vegna komu þeir til hans með börnin sín og vildu að hann blessaði þau. En lærisveinarnir héldu að Jesús hefði ekki tíma til að sinna börnunum.
Þeir reyndu að ýta þeim frá honum og sögðu: ,,Þið getið ekki verið hérna!”
Þegar Jesús sá þetta gramdist honum og hann sagði við lærisveinana: ,,Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki. Guðs ríki tilheyrir þeim líka. Þeir sem ekki taka á móti ríki Guðs eins og barn komast aldrei þar inn.”
Og hann faðmaði börnin að sér og blessaði þau.

To Top