Jesús stígur upp til himna

Lúkas 24:50-53

Jesús bað lærisveinana um að hitta sig á fjalli einu í Galíleu. Þegar þeir komu þangað var hann þar.

Jesús talaði til lærisveinanna og sagði:,,Guð hefur gefið mér allt vald á himni og jörðu. Farið um veröld alla og gerið alla að lærisveinum mínum; skírið þá í nafni föðurins, sonarins og hins heilaga anda. Kennið þeim að standa við allt sem ég kenndi ykkur. Ég er með ykkur alla daga allt þar til yfir lýkur.”

Þegar Jesús hafði mælt þetta sáu lærisveinarnir hvernig hann lyftist upp frá jörðu og til himinhæða. Bjart ský huldi hann og þeir sáu hann ekki lengur.

Aftur héldu þeir til Jerúsalem. Þeir komu saman í salnum þar sem þeir voru vanir að hittast. Þar voru þeir allir sem einn, héldu hópinn og báðu saman.

To Top