Marta og María

Lúkasarguðspjall 10:38-42

Marta hét kona nokkur og bjó í Betaníu, litlu þorpi skammt frá Jerúsalem. Þegar Jesús kom þangað var honum boðið heim til hennar.

María var systir Mörtu og settist hún við hlið Jesú. Jesús sat og talaði en María hlustaði. Marta gat ekki hlýtt á Jesú því hún hafði svo mikið að gera. En átti hún að gera allt?

Hún kom til Jesú og sagði:,,Sérðu ekki að systir mín lætur mig gera allt? Er þér alveg sama um það? Biddu hana um  að hjálpa mér.”

Jesús svaraði henni:,,Marta, Marta, þú hefur áyggjur út af mörgu. En María hefur valið. Hún hefur valið það besta og það verður ekki frá henni tekið.

To Top