Sáðmaðurinn

Markús 4

Einu sinni var bóndi sem fór út á akurinn til að sá sáðkorni. Hann dreifði korninu vel út um allt í von um að fá góða uppskeru. En nokkur sáðkorn féllu á götuna og fóru ekki ofan í moldina, þetta sáu fuglarnir og tíndu fræin upp í sig.

Nokkur fræ féllu í grýtta jörð, það er jörð með miklu grjóti í, fræin náðu að spíra en gátu ekki vaxið upp af því að það vantaði raka og góða mold.

Nokkur sáðkorn féllu meðal þyrna sem eru illgresi. Það var ekki gott. Þegar fræin voru búin að festa rætur og ætluðu að vaxa upp lögðust þyrnarnir yfir og kæfðu þau.

En svo voru önnur sáðkorn sem féllu í góðan jarðveg. Það var hvorki grjót né illgresi. Þessi sáðkorn fóru djúpt ofan í moldina svo fuglarnir gátu ekki tínt þau upp í gogginn á sér. Þessi sáðkorn uxu hratt og vel.

To Top