Talenturnar

Matteus 25

Húsbóndi nokkur ætlaði að fara til útlanda og dveljast þar um nokkurn tíma. Hann kallaði á þjóna sína. Húsbóndinn sagði: Nú er ég að fara til útlanda og ég ætla að biðja ykkur að geyma peningana mína fyrir mig á meðan.
Húsbóndinn átti mikið af peningum. Í þessu landi voru peningar kallaðir talentur.
Húsbóndinn rétti þjónunum peningana. Fyrsti þjónninn fékk fimm talentur. Næsti fékk tvær og sá þriðji fékk eina.
Húsbóndinn sagði: Gætið nú peninganna minna vel og verið þið sælir.

Fyrsti þjónninn sagði: Ég ætla að finna leið til þess að margfalda þessa peninga. Ég ætla að kaupa og selja.
Og það gerði hann og tvöfaldaði upphæðina. Talenturnar voru þá ekki lengur fimm heldur tíu. Hann varð mjög ánægður og hlakkaði til að húsbóndi hans kæmi heim.
Þjónninn sem fékk tvær talentur fór eins að. Hann fór með talenturnar tvær á markaðinn, keypti og seldi og tvöfaldaði upphæðina. Talenturnar voru ekki lengur tvær heldur fjórar. Hann varð mjög ánægður og hlakkaði til að húsbóndi hans kæmi heim.
Þriðji þjónninn hafði fengið eina talentu. Hann hélt á talentunni sinni og sagði: Ég er hræddur um að týna talentunni. Ég ætla bara að grafa litla holu og setja talentuna í hana. Og það gerði hann. Hann gróf holu og setti talentuna ofan í hana. Svo fór hann burt. Loks kom húsbóndinn heim frá útlöndum.
Húsbóndinn sagði: Ég er kominn heim. Hvernig gekk að geyma peningana mína? Þjónarnir komu allir fram fyrir hann og fyrsti þjónninn sagði:
– Það gekk bara vel. Mér tókst að ávaxta þá. Nú eru þeir ekki lengur bara fimm, heldur tíu.
Þá sagði húsbóndinn: Gott, góði þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig.
Næsti þjónn kom til húsbóndans og sagði: – Mér gekk líka vel. Nú eru talenturnar ekki lengur tvær, heldur fjórar.
Þá sagði húsbóndinn: – Gott, góði þjónn. Yfir litlu varstu trúr, yfir mikið mun ég setja þig.
Þá kom síðasti þjónninn og sagði: -Ég var hræddur um að týna talentunni svo ég gróf hana í jörð. Hún er hér.
Hvað haldið þið að húsbóndanum hafi fundist um þann þjón?

To Top