http://barnatru.is/wp-content/uploads/2011/01/Jesustolfara.mp3 Lúkas 2:41-52 Jósef og María voru vön að fara til Jerúsalem og halda þar páska. Þegar Jesús var tólf ára gamall fékk hann að fara með þeim. Þau fóru með mörgu öðru fólki um langan veg til borgarinnar helgu. Þegar fólkið sá loksins borgina og skínandi fallegt musterið tók það að syngja af gleði. […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2009/12/vitringarnir.mp3 Þegar Jesús var fæddur komu nokkrir vitringar frá fjarlægum Austurlöndum til borgarinnar Jerúsalem. Vitringarnir gátu lesið margt úr stjörnum himinsins. Þeir ferðuðust á úlföldum og stöldruðu við í höll Heródesar konungs. ,,Hvar finnum við nýfæddan konung Gyðinga?” spurðu þeir. ,,Við höfum séð nýja stjörnu á himninum. Hún segir okkur að konungur sé fæddur. Við […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2009/12/hridarnir1.mp3 Nótt eina voru hirðar úti í haga skammt frá Betlehem og gættu þeir hjarðar sinnar. Skyndilega varð himinninn albjartur sem dagur væri og engill stóð fyrir framan þá. Hirðarnir urðu mjög hræddir. Engillinn mælti: ,,Verið ekki hræddir. Ég flyt ykkur miklar gleðifréttir, sem allir munu fagna. Í dag er frelsari fæddur í Betlehem. Hann […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/11/MariaogElisabet.mp3 Lúkas 1:39 Nokkrum dögum eftir að engillinn hafði heimsótt Maríu og sagt henni að hún væri þunguð, fór hún í heimsókn til Elísabetar, frænku sinnar. En Elísabet var líka þunguð. Það var um langan veg að fara. Hún kom að húsi hennar og Sakaría og spurði eftir Elísabetu. Þegar Elísabet heyrði rödd Maríu fann hún hvernig barnið […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/11/Talenturnarx.mp3 Matteus 25 Húsbóndi nokkur ætlaði að fara til útlanda og dveljast þar um nokkurn tíma. Hann kallaði á þjóna sína. Húsbóndinn sagði: Nú er ég að fara til útlanda og ég ætla að biðja ykkur að geyma peningana mína fyrir mig á meðan. Húsbóndinn átti mikið af peningum. Í þessu landi voru peningar kallaðir […]