Lúkas 15:8-10 Jesús sagði þessa dæmisögu:,,Kona nokkur á tíu silfurpeninga og týnir einum þeirra. Hún kveikir strax ljós í húsinu og fer að sópa öll gólf. Hún leitar vandlega í hverjum krók og kima þar til hún finnur peninginn. Þegar hún hefur fundið hann býður hún til sín vinum sínum og nágrannakonum. Þau kætast öll […]
Jóhannesarguðspjall 4:1-29 Stundum hugsuðu vinir Jesú um hvað þeir fengju að launum fyrir að hafa yfirgefið allt og fylgt honum. Þeir voru jú fyrstir til að trúa á hann. Þegar Pétur spurði að þessu þá svaraði Jesús með eftirfarandi sögu: Það er snemma morguns. Sólin er nýkomin upp, en nú þegar er mikið um að […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/03/tyndursaudur.mp3 Matteus 18:12-14 Maður nokkur átti hundrað kindur. Kvöld nokkurt komst hann að því að ein þeirra skilaði sér ekki í fjárhópinn. Þó þreyttur og lúinn sé yfirgefur hann þær níutíu og níu í fjallinu og fer til að leita þeirrar sem týnd er. Hann leitar alls staðar. Í runnum og kjarri, í klettum og […]
Lúkas 18.9-14 Einu sinni var maður sem var farísei. Farísear var hópur manna sem fór nákvæmlega eftir öllum lögum og reglum Biblíunnar. Þeir voru svo nákvæmir í því að framfylgja lögunum að þeim datt ekki í hug að brjóta þau og bættu jafnvel við lögin og gerðu þau mjög ströng. Akím var einmitt þannig. Í […]
Jóhannesarguðspjall 4:5-30 Einu sinni var samversk kona að ausa vatni upp úr brunni. Þá kom Jesús gangandi að. Hann var mjög þyrstur. Þegar konan sá Jesú varð hún feimin. Hún var viss um að Jesús mundi ekki vilja tala við hana. En Jesús talaði við konuna. Hann bað hana að gefa sér vatn að drekka […]