http://barnatru.is/wp-content/uploads/2011/01/betestalaug.mp3 Jóhannesarguðspjall 5:1-9 Það var að koma hátíð. Jesús ákvað að fara á hátíðina ásamt lærisveinum sínum. Hátíðin var í borginni Jerúsalem. Í kringum borgina var stór múr og á múrnum voru nokkur hlið. Þannig að allir þeir sem vildu fara inn í borgina þurftu að fara í gegnum hlið. Jesús og lærisveinar hans fóru […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/01/fjorirfiskimenn.mp3 Lúkasarguðspjall 5 Dag nokkurn gekk Jesús sem oftar niður að vatninu við Kapernaum. Mikill fjöldi fólks fylgdi honum, börn hlupu allt í kring og ærsluðust. Sumir kölluðu fram spurningar til hans og aðrir veifuðu til merkis um að þeir vildu ná athygli hans. Allir vildu heyra hvað hann sagði. Mannþröngin var svo mikil að […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2011/01/Jesustolfara.mp3 Lúkas 2:41-52 Jósef og María voru vön að fara til Jerúsalem og halda þar páska. Þegar Jesús var tólf ára gamall fékk hann að fara með þeim. Þau fóru með mörgu öðru fólki um langan veg til borgarinnar helgu. Þegar fólkið sá loksins borgina og skínandi fallegt musterið tók það að syngja af gleði. […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2009/12/vitringarnir.mp3 Þegar Jesús var fæddur komu nokkrir vitringar frá fjarlægum Austurlöndum til borgarinnar Jerúsalem. Vitringarnir gátu lesið margt úr stjörnum himinsins. Þeir ferðuðust á úlföldum og stöldruðu við í höll Heródesar konungs. ,,Hvar finnum við nýfæddan konung Gyðinga?” spurðu þeir. ,,Við höfum séð nýja stjörnu á himninum. Hún segir okkur að konungur sé fæddur. Við […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2009/12/hridarnir1.mp3 Nótt eina voru hirðar úti í haga skammt frá Betlehem og gættu þeir hjarðar sinnar. Skyndilega varð himinninn albjartur sem dagur væri og engill stóð fyrir framan þá. Hirðarnir urðu mjög hræddir. Engillinn mælti: ,,Verið ekki hræddir. Ég flyt ykkur miklar gleðifréttir, sem allir munu fagna. Í dag er frelsari fæddur í Betlehem. Hann […]