http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/11/MariaogElisabet.mp3 Lúkas 1:39 Nokkrum dögum eftir að engillinn hafði heimsótt Maríu og sagt henni að hún væri þunguð, fór hún í heimsókn til Elísabetar, frænku sinnar. En Elísabet var líka þunguð. Það var um langan veg að fara. Hún kom að húsi hennar og Sakaría og spurði eftir Elísabetu. Þegar Elísabet heyrði rödd Maríu fann hún hvernig barnið […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/11/Talenturnarx.mp3 Matteus 25 Húsbóndi nokkur ætlaði að fara til útlanda og dveljast þar um nokkurn tíma. Hann kallaði á þjóna sína. Húsbóndinn sagði: Nú er ég að fara til útlanda og ég ætla að biðja ykkur að geyma peningana mína fyrir mig á meðan. Húsbóndinn átti mikið af peningum. Í þessu landi voru peningar kallaðir […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/03/Sakkeus.mp3 Lúkas 19:1-10 Jesús kom til Jeríkó og gekk um götur borgarinnar. Þar átti maður nokkur heima sem hét Sakkeus. Hann var tollheimtumaður og var ríkur. Allir sem fluttu varning til borgarinnar urðu að greiða toll. Nú var Jesús kominn til borgarinnar og Sakkeus vildi gjarnan sjá Jesú. En það var ekki auðvelt fyrir Sakkeus […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/11/hvareruhinirniu.mp3 Lúkas 17:11-19 Jesús var á leiðinni til Jerúsalem. Þegar hann kom inn í þorp nokkurt varð á vegi hans hópur tíu holdsveikra manna. En holdsveikir fengu ekki að búa með öðru fólki því sjúkdómurinn var smitandi. Mennirnir námu staðar skammt frá Jesú og hrópuðu til hans:,,Jesús, meistari, hjálpaðu okkur!” Hann sagði við þá:,,Farið og […]
http://barnatru.is/wp-content/uploads/2010/10/Tyndisonurinn.mp3 (Lúkas 15:11-32) Pabbi, þegar þú deyrð, hver eignast þá alla peningana þína og allt sem þú átt? – Þú, drengur minn. Þú eignast helminginn af öllu sem ég á en bróðir þinn fær hinn helminginn. Vá! Við verðum þá ríkir þegar þú deyrð, sagði strákurinn og eitt andartak fór hann að láta sig dreyma […]